ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12878

Titill

Má ég fá nokkur læk hingað? Um málfar og málnotkun á Fésbókinni

Skilað
September 2012
Útdráttur

Undanfarin ár hefur samskiptavefurinn Facebook verið stór hluti af daglegu lífi Íslendinga. Um leið og við segjum fréttir af okkur sjálfum á þessum vef getum við fengið helstu fréttir af merkilegum og ómerkilegum atburðum sem eiga sér stað í lífi vina okkar og kunningja.
Í ritgerðinni verður vefurinn nefndur upp á íslensku og kallaður Fésbókin. Stór hluti af því sem notendur Fésbókarinnar skrifa eru frásagnir af sjálfum sér og því hvernig þeir verja tíma sínum. Hér verður meðal annars skoðað hvernig þessum sjálfsfrásögnum er háttað. Sérstaklega verða teknar fyrir sjálfsfrásagnir sem líta út eins og þær væru í þriðju persónu. Slíkar frásagnir eru vel þekktar í íslenskum bókmenntum, til dæmis í sjálfsævisögum og endurminningum sem skrifaðar voru fyrir miðja 20. öld. Einnig verður málfar almennra netnotenda athugað og skoðað verður að hve miklu leyti hægt er að heimfæra eldri lýsingar á málfari netnotenda upp á Fésbókarnotendur á árinu 2012.
Mörg af einkennum málfarsins á Fésbókinni má einnig finna í málnotkun á eldri netmiðlum, s.s. á bloggi, „MSN“-samtölum og „IRC“-samtölum. En önnur atriði sem nefnd eru í eldri rannsóknum eru dottin úr tísku. Auk þess hafa ný einkenni komið til sögunnar með nýjum samskiptamiðlum á borð við Fésbókina. Slíkt er eðlilegt, þar sem slangur, hvort sem það er notað í talmáli eða á netinu, úreldist mjög fljótt. Þó eru enn fjölmörg atriði sem hafa lítið sem ekkert breyst.
Af sjálfsfrásögnum sem hér verða athugaðar hefur u.þ.b. fjórðungur einkenni þriðju persónu frásagna. Tilfinningin sem ég hafði fyrir slíkum frásögnum áður en rannsóknin fór fram var hins vegar sú að þær væru algengari á Fésbókinni en sjálfsfrásagnir í fyrstu persónu, þó að í daglegu máli sé eðlilegra að segja frá sjálfum sér í fyrstu persónu.

Samþykkt
10.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
agrip.pdf56,9KBOpinn Ágrip PDF Skoða/Opna
efnisyfirlit.pdf53,9KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
heimildir.pdf104KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
ritgerdin_loka.pdf891KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna