is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12892

Titill: 
  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og lántökur Íslands 1960–2008. Greining á lánaskilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er greint frá tildrögum lána Íslendinga frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) árin 1960, 1967–1969, 1974–1976, 1982 og 2008. Markmiðið er að greina frá ástæðum fyrir lántökum Íslands frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hverjir lánaskilmálarnir voru og hvort þeir hafi staðist. Einnig er fjallað um hversu vel gekk að uppfylla samþykktir stofnskrár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um frjáls viðskipti, gjaldeyrisviðskipti og gengisstefnu.
    Íslendingar tóku fyrst lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árið 1960 vegna umfangsmikilla efnahagsumbóta. Tilgangurinn var að auka frelsi í viðskiptum með því að afnema innflutningshöft, koma á einu stofngengi íslensku krónunnar og gjaldeyrisfrelsi, opna hagkerfið fyrir alþjóðaviðskiptum, minnka ríkisafskipti og stefna þess í stað að frjálsum markaðsbúskap. Íslensk stjórnvöld uppfylltu öll skilyrði efnahagsstefnunnar, sem lögð var fyrir sjóðinn, utan eitt. Ísland leitaði aftur til sjóðsins árin 1967–1969 þegar síldin brást. Þrjú lán voru tekin þá til að leysa greiðsluhalla og byggja upp gjaldeyrisvaraforða landsins. Öll skilyrði efnahagsstefnu voru þá uppfyllt nema eitt. Lán frá AGS var tekið í þriðja skipti árin 1974–1976 í kjölfar olíukreppunnar. Tekin voru sjö lán: fjögur lán úr olíusjóði AGS, tvö almenn lán og eitt jöfnunarlán vegna útflutningsbrests. Íslendingar uppfylltu skilyrði olíu- og jöfnunarlánanna, en uppfylltu fæst lánaskilyrði efnahagsstefnu almenns láns frá 1975. Breyting varð þó árið eftir þegar öllum lánaskilyrðum var fullnægt að undanskildu einu. Árið 1982 tóku Íslendingar í fjórða skiptið eitt útflutningsjöfnunarlán vegna aflabrests og óhagstæðra viðskiptakjara áls og sjávarafurða. Það var jafnframt umdeildasta lánabeiðni Íslendinga á meðal fulltrúa framkvæmdastjórnar AGS. Árið 2008 fengu Íslendingar 1,4 milljarða SDR-lán frá sjóðnum sem samsvarar um 270 milljörðum íslenskra króna eða 1,190% af kvóta okkar hjá sjóðnum í kjölfar bankahruns. Skilyrði efnahagsstefnu stóðust og var síðasta endurskoðun hennar af sex í ágúst 2011.

Samþykkt: 
  • 10.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðjón Gísli Guðmundsson-AGS.pdf2.77 MBLokaður til...01.09.2050HeildartextiPDF