is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12896

Titill: 
  • Höfum við týnt hinni skynrænu náttúru? David Abram og tengsl ritmáls við náttúruupplifun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hvers vegna erum við að ganga fram af náttúrunni? Hvers vegna gengur vestræn siðmenning svo hart fram í síaukinni lífsgæðabaráttu sinni, að við hættum á að eyðileggja frumforsendu tilvistar okkar, vistkerfi plánetunnar? Þetta er hin yfirgripsmikla grunnspurning sem þessi ritgerð mun snúast um.
    Í árdaga mannkyns upplifði fólk sig sem hluta af stærri náttúruheimi. Það átti ekki aðeins í samskiptum við hvort annað, heldur við aðrar lifandi verur sem og landið og umhverfið í kring um það. Með þróun samfélags okkar breyttist eitthvað, og sífellt minni gaumur var gefinn náttúruheiminum. Nú er svo komið að fullyrða má að vestrænt samfélag sé einangrað og fjarlægt frá hinum stærri náttúruheimi. Í hverju er þessi aðskilnaður samfélags og náttúruheims fólginn og hvers vegna varð hann? Er hægt að upplifa samband manns og náttúru á nánari hátt, og af hverju glötuðu vestræn samfélög þeim skilningi?
    Til að afmarka viðfangsefnið og svara ofangreindum spurningum verður einkum rýnt í náttúruhugmyndir bandaríska heimspekingsins David Abram, og kenningar hans um þátt ritmálsins í að móta tengsl manns og náttúru. Frægasta bók Abram, The Spell of the Sensuous, verður höfð að leiðarljósi. Umfjöllun Abram byggist á fyrirbærafræði Husserl og Merleau-Ponty, tilraunum þeirra til þess að renna stoðum undir reynslu einstaklingsins sem grunni heimsmynda okkar, og þar með allra vísinda. Þann þráð tvinnar Abram saman við athuganir sínar og annarra á ólíkum ritmálslausum samfélögum og sambandi þeirra við náttúruheiminn. Kenningin sem hann setur fram er sú að þróun ritmáls hafi haft ómæld áhrif á það hvernig skynjun mannfólksins á heiminum í kring um það breyttist, og því sé þar að finna stærstu orsök þessa aðskilnaðar. Auk þess að gera grein fyrir hugmynd Abram verður kenning hans skoðuð í gagnrýnu ljósi.

Samþykkt: 
  • 10.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð til B.a. prófs.pdf499.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna