is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12907

Titill: 
  • „Stærðfræði er bara hjálpartæki“ : táknfræðileg etnografísk rannsókn á stærðfræði hversdagslífsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hversdagsleg viðfangsefni, sem má gefa stærðfræðilega lausn, eru fyrirferðamikill þáttur í lífi okkar allra. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig einstaklingur nálgast slík viðfangsefni: að kanna hvað hann telur til stærðfræði; hvernig hann notar þá stærðfræði sem hann lærði í skóla og hvort hann noti stærðfræði sem er ólík þeirri stærðfræði sem er kennd í skólum.
    Þetta var gert með eigindlegri þátttökurannsókn sem er etnógrafísk tilviksrannsókn með einum einstaklingi. Snið rannsóknarinnar er þversnið. Gögn rannsóknarinnar voru greind með aðferðum táknfræðinnar en inntak hennar er að greina hvernig merking verður til.
    Ég dvaldist á bóndabæ, alls sjö sinnum, með jöfnu millibili frá febrúar til desember árið 2010 og safnaði gögnum um daglegt líf bóndans. Við greiningu gagna var tiltekið hvaða stærðfræðilega hugsun og hugtök hann þurfti að hafa á valdi sínu. Sú þekking sem þannig birtist var borin saman við áfangamarkmið námskrár í 10. bekk grunnskólanna í stærðfræði.
    Helstu niðurstöður eru að uppsprettur viðfangsefna bóndans komi úr tveimur áttum. Úr náttúrunni og frá samfélagi manna. Mörg viðfangsefni, sem koma úr náttúrunni, má leysa án reikningslegra aðgerða en reyna á fagþekkingu og sköpunarhæfni bóndans. Vegvísi við lausn þeirra má finna í hefðbundnum vinnubrögðum í landbúnaði og í sértækum orðaforða og almennu tungutaki bóndans.
    Viðfangsefni, sem koma frá samfélaginu, tengjast meira þekktum reiknislegum aðgerðum og reyna á hugtakaþekkingu hans. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra reiknislegu aðgerða, sem bóndinn þarf að nota, eru tiltekin í áfangamarkmiðum námskrár 10. bekkjar.
    Táknmál vísinda er fyrirferðarmikið í starfsumhverfi bóndans. Hann reiknar þegar hefðbundið verklag þrýtur og forspárgildi hefðbundinnar stærðfræði nýtist við lausn viðfangsefnisins.
    Það táknmál, sem hann notar, ræðst af því hvort hann þarf að deila hugmyndum sínum með öðrum eða ekki. Sköpun hans felst í því að hann setur þekktar aðferðir/hugtök í nýtt samhengi.

Samþykkt: 
  • 11.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Geir Rögnvaldsson.pdf2.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna