is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12921

Titill: 
  • „Hið persónulega er pólitískt“ vs. „Kvennapólitískt gildismat“. Hugmyndafræði og stefnumál Rauðsokkahreyfingarinnar og Kvennalistans í sögulegu samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hugmyndafræði og stefnumál Rauðsokkahreyfingarinnar og Kvennalistans, sem og baráttuaðferðir þeirra fyrir bættum kjörum kvenna. Einnig verður reynt að varpa ljósi á hugmyndafræði beggja hreyfinga í sögulegu samhengi.
    Áherslur Rauðsokkahreyfingarinnar og Kvennalistans voru líkar að mörgu leyti; þær voru báðar róttækar á sinn hátt og mótmæltu ríkjandi viðhorfum og kerfisbundinni kúgun þjóðfélagsins. Aftur á móti voru baráttuaðferðir þeirra mjög ólíkar. Aðferðir Rauðsokkahreyfingarinnar voru byggðar á róttækum femínisma. Rauðsokkahreyfingin lagði áherslu á áhrif feðraveldisins á stöðu kvenna í samfélaginu og taldi að mikilvægt væri að kollvarpa öllum stofnunum samfélagsins og byggja á nýjum grunni með breyttu viðhorfi. Kvennapólitískt gildismat var hins vegar vopn Kvennalistans og var áhersla lögð á „kvennamenningu“ sem átti að vera sameiningartákn kvenna til að ná fram jafnrétti. Einn megintilgangur þessarar ritgerðar er að rannsaka áherslumun hreyfinganna og íhuga í því samhengi hvort það skiptir einhverju máli undir hvaða formerkjum kvennabaráttan er háð. Einnig verður litið til þess hvort hugmyndir þessara beggja hreyfinga voru nýjar af nálinni og hvernig þróun femínisma hefur áhrif á jafnréttisbaráttu hvers tíma fyrir sig.

Samþykkt: 
  • 11.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sara Ritgerð.pdf442.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna