is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12926

Titill: 
  • ,,Ég var orðin alveg ónæm fyrir gleði og sorgum.“ Aðstæður og hugarheimur telpna á Íslandi 1850-1950
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um aðstæður og hugarheim íslenskra telpna á árunum 1850-1950.
    Áhersla verður lögð á að kynnast daglegu líf telpna frá fæðingu fram að fermingu. Störfin sem þær inntu af hendi verða skoðuð og við hvaða aðstæður þau voru unnin. Menntun þeirra jafnt sú formlega og óformlega verður könnuð og samanburður gerður á mikilvægi vinnu og náms í huga telpna. Tilvera þeirra verður skoðuð og tilfinningum gerð skil. Reynt verður að horfa á aðstæður þeirra með tilliti til stétta og búsetu þar sem það á við. Helstu heimildir eru sjálfsævisögur og svör heimildamanna við spurningaskrám þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns.
    Ritgerðinni er ætlað að veita innsýn í líf telpna á tímabilinu og til þess eru dregin fram textabrot úr sjálfsævisögum þeirra, sem og úr svörum við spurningaskrám þjóðháttadeildar þjóðminjasafnsins. Ritgerðin ætti að nýtast þeim sem vilja skoða stöðu telpna á umræddu tímabili og þeim sem vilja gera samanburðarrannsóknir á stöðu barna á því tímabili sem hér er til skoðunar.
    Helstu niðurstöður eru þær að almennt var hlúð vel að telpum á Íslandi en aðstæðurnar kröfðust þess að þær þroskuðust hratt og tækju snemma á sig ábyrgð og gætu sinnt fjölbreyttum störfum. Var það fremur sjaldgæft að þær væru beittar ofbeldi eða vanræktar, það átti í raun einungis við í tilfellum fárra tökubarna. Þó vantaði mikið upp á tilfinningalegan stuðning. Telpurnar hefðu í flestum tilfellum getað afkastað meiru en þær voru látnar gera. Vinnan skipaði í huga þeirra mun stærri sess en lærdómurinn og ljóst er að sjálfsmat þeirra byggðist að verulegu leyti á vinnuafköstum og færni tengdri vinnu, frekar en námi

Samþykkt: 
  • 11.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BASKIL.pdf264.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðina má einungis nota sé vitnað til hennar.