is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12933

Titill: 
  • Alþjóðleg lög um dýraréttindi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð ætla ég að skoða dýraverndunarlög í alþjóðlegu samhengi. Ég ætla að skoða það hvernig við umgöngumst dýrin sem eru allstaðar í kringum okkur, hvort sem þau hlaupa villt úti í náttúrunni eða eru haldin af manninum, eins og búfé, gæludýr, dýr í dýragörðum og á rannsóknarstofum.
    Ég ætla að skilgreina og skoða tegundahyggju og tengsl hennar við samskipti manna og annara dýra og á sama máta að bera hana saman við kynþáttahyggju og aðra fordóma. Einnig mun ég velta fyrir mér mannréttindum og bera þau saman við réttindi dýra, til þess ætla ég til að mynda að skoða Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, velta fyrir mér hvað flokkast sem grunn-mannréttindi og hvort að þau séu einnig grunn-dýraréttindi. Ég mun skoða það hvort maðurinn sé að einhverju leiti merkilegra dýr heldur en aðrar dýrategundir og þá hvað hann hefur fyrir sér í því og afhverju hann telur sig vera það. Ég mun skoða gagnrýni á kenningar dýravelferðarsinna og einbeita mér bæði að kostum hennar og göllum og að lokum mun ég svo svara því hvort að hægt sé að setja upp alþjóðleg lög fyrir öll dýr heimsins. Ég mun í því samhengi skoða Alþjóðlega yfirlýsingu um réttindi dýra. Ég mun skoða íslensk lög um dýraréttindi, bæði ný og gömul. Og velta því fyrir mér hvort að mismunandi dýrategundir þurfi mismunandi réttindi. Í fyrsta lagi hvort að sömu lög geti gengið yfir bæði villt dýr og þau sem er haldið af manninum og svo hvort að ólíkar dýrategundir á ólíkum svæðum geti að sama skapi gengið undir sömu lögum.  

Samþykkt: 
  • 11.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð dýralög.pdf534.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna