is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1293

Titill: 
  • Dalmar ehf : stefna og valkostir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni fjallar um greiningu á umhverfi og rekstrarmöguleikum fiskvinnslufyrirtækisins Dalmars ehf. Beitt var aðferðum stefnumótunar til að greina ytra og innra umhverfi félagsins og æskileg staðsetning þess á markaði fundin. Farið var yfir möguleika fyrirtækisins til hráefnisöflunar og samkeppnisstöðu þess á hráefnismarkaði. Nokkrir vinnslumöguleikar voru rannsakaðir með tilliti til framlegðar, framboðs af hráefni og mögulegrar sölu á afurðum. Niðurstöður greiningarinnar voru notaðar til að meta mögulega afkomu af rekstri fyrirtækisins ef farnar yrðu þær leiðir sem mælt er með. Næmnigreiningar varpa ljósi á það hversu mikil áhrif breytingar á ákveðnum rekstrarþáttum hefðu á afkomu.
    Niðurstöður verkefnisins leiða í ljós að nauðsynlegt er fyrir fyrirtækið að aðgreina sig á markaði til að ná varanlegum samkeppnisyfirburðum. Aðgreining á markaðshillu er raunhæfasti kostur fyrirtækisins og er mælt með því að stjórnendur reyni að stækka markað fyrirtækisins fyrir sérvörur í samstarfi við SÍF hf. Samkvæmt niðurstöðum afkomumats má bæta afkomu félagsins verulega með því að leita markvisst að framleiðslumöguleikum sem gefa af sér meiri framlegð og leggja áherslu á framleiðslu og sölu þeirra afurða.
    Lykilorð: Fiskverð, Dalmar, stefnumótun, fiskvinnsla, afkoma.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1293


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
dalmar.pdf610.48 kBTakmarkaðurDalmar - heildPDF
dalmar_u.pdf89.14 kBOpinnDalmar - útdrátturPDFSkoða/Opna