ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12950

Titill

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur : notagildi einstaklingsáætlunar í grunnskóla

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Í þessari BA ritgerð er fjallað um nemendur með sérþarfir í skóla án aðgreiningar. Leitast er við að kynna þau viðhorf og hugmyndafræði sem snýr að fötluðu fólki með hliðsjón af þeim réttindum sem þeim ber að njóta í almennu skólastarfi. Eins og nafn skóla án aðgreiningar ber með sér er honum ætlað að taka við nemendum án aðgreiningar og gera nám einstaklingsmiðað. Einstaklingsáætlun er hluti af þeirri þróun að samræma þá þjónustu sem einstaklingur nýtir sér ásamt því að hún færir valdið í hendur viðkomandi. Einstaklingsáætlun er því tilvalin sem viðbót við einstaklingsnámskrá þar sem hún hefur að geyma ítarlegar útlistanir á þörfum og óskum einstaklingsins. Ritgerð þessi hefur að geyma dæmi um einstaklingsáætlunar ferli sem gerð var með nemanda með Asperger-heilkenni í fimmta bekk.

Samþykkt
12.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA Lokaverkefni.pdf720KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna