is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1295

Titill: 
  • Verðmat alþjóðlegra sjávarútvegsfyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að meta hvort áhætta tengd ytra umhverfi fjögurra sjávarútvegsfyrirtækja, sem öll eru frá mismunandi löndum, endurspeglist í því verði sem verðbréfamarkaðir gefa þeim. Fyrirtækin sem skoðuð voru eru Íslenska fyrirtækið Samherji hf., Norska fyrirtækið Domstein ASA, Kanadíska fyrirtækið Fishery Product International Limited (FPI) og Nýsjálenska fyrirtækið Sanford Limited. Öll starfa þessi fyrirtæki í mismunandi ytri umhverfum og ganga kaupum og sölum á mismunandi verðbréfamörkuðum.
    Fyrirtækin voru öll metin út frá innra og ytra umhverfi sínu. Við athugun á innra umhverfi voru helstu kennitölur þeirra skoðaðar 3 ár aftur í tímann. Hjá þremur fyrirtækjum, FPI, Samherja og Domstein, var það mat mitt eftir innri greiningu að verðmat félaganna á hlutabréfamörkuðum væri of lágt. En hjá fjórða félaginu, Sanford, var það niðurstaða að verðmat markaðarins væri réttlætanlegt.
    Ytra umhverfi félaganna var greint út frá tveim þáttum sem taldir voru mikilvægastir í því samhengi. Þeir eru fiskistofnarnir sem fyrirtækin sækja og fiskveiðistjórnunarkerfin sem þau starfa í. Mismunandi uppbyggðum fiskveiðistjórnunarkerfum var svo skipt upp í áhættuflokka sem og fiskistofnum í misgóðu ástandi. Út frá því var svo sett upp áhættulíkan. Fyrirtækin voru staðsett á áhættulíkaninu, eftir því hvaða umhverfi þau starfa í, og gefinn áhættustuðull eftir staðsetningu á líkaninu. Gefnir voru áhættustuðlar á bilinu 1-9, þar sem mest áhættan var fylgjandi stuðli 9. Niðurstaðan var sú að mesta áhættan var fylgjandi FPI, þar á eftir kom Domstein, svo Samherji og minnsta áhættan var fylgjandi Sanford.
    Eftir innri og ytri greiningu voru fyrirtækin verðmetin út frá innra umhverfi sínu og samanburðarvísitölu, sem var í þessu tilviki Marindex sjávarútvegsvísitalan. Það verðmat var svo borið saman við markaðsverð félaganna og metið hvort mikill munur væri þar á milli. Niðurstaðan var sú að þeir áhættustuðlar sem fyrirtækjunum var gefið í áhættumati, endurspegluðust í mismun á markaðsverði og útreiknuðu verði félaganna. Því var dregin sú ályktun að ytra umhverfi félaganna endurspeglist í verðmati þeirra á hlutabréfamörkuðum.
    Verðmat
    Sjávarútvegsfyrirtæki
    Fiskveiðistjórnunarkerfi
    Fiskistofnar
    Áhætta

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
verdmat.pdf699.42 kBTakmarkaðurHeildartextiPDF
verdmat_e.pdf131.31 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
verdmat_h.pdf102.06 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
verdmat_u.pdf102.47 kBOpinnVerðmat - útdrátturPDFSkoða/Opna