is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12960

Titill: 
  • Upplifun foreldra af að eignast fatlað barn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Ritgerðin byggist á eigindlegum rannsóknaraðferðum eða viðtölum við fjóra fagmenn. Fagmennirnir þekkja vel til viðbragða foreldra að eignast fatlað barn og hafa allir áratuga reynslu. Í viðtölunum var stuðst við fyrirfram samdan spurningalista.
    Meginmarkmið ritgerðarinnar var að varpa ljósi á hver viðbrögð foreldra eru þegar þau eignast fatlað barn. Unnið var útfrá öðrum fræðilegum heimildum sem tengdust kenningum í fötlunarfræði, áföllum og kreppu. Ásamt tengslamyndum á milli foreldra og barns, snemmtækri íhlutun, reynslu íslenskra og erlendra foreldra, hvað foreldrar vilja heyra og farið var í helstu þjónustuúrræði sem þeim stendur til boða á fyrstu árunum. Einnig var leitast við að svara hvernig fagmenn eiga að hafa samskipti við foreldra sem fá að vita að barnið þeirra sé fatlað.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að flestir foreldrar upplifa áfall við að eignast fatlað barn. Hins vegar er margt annað sem spilar inní til dæmis viðbrögð fagmanna, samfélagsins og stuðningur til foreldra. Foreldrar hafa oft upplifað neikvætt viðmót frá heilbrigðisstarfsfólki og upplifað fordóma frá samfélaginu.
    Foreldrar fatlaðra barna eru í nánum samskiptum við fagmenn og fagmenn þurfa því að vinna faglega í þeim samskiptum.

Samþykkt: 
  • 12.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun foreldra af að eignast fatlað barn.pdf589.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna