is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12978

Titill: 
  • "Í sjálfstæðri búsetu getur maður verið frjáls"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð fjallar um hvort og þá hvernig ólík búsetuform hafa áhrif á lífsgæði fatlaðs fólks. Ritgerðinni er einnig ætlað að varpa ljósi á upplifun fatlaðs fólks af þeirri þjónustu sem það fær inná heimili sín. Fyrri hluti ritgerðarinnar er fræðilegur en seinni hlutinn byggir á niðurstöðum könnunar sem var framkvæmd í formi viðtala við fatlað fólk, en um var að ræða tvo einstaklinga sem hafa reynslu af því að búa í ólíku búsetuformi og búa nú í sjálfstæðri búsetu. Markmiðið með ritgerðinni er að skoða upplifun fatlaðs fólks af ólíku búsetuformi, sérstaklega með tilliti til lífsgæða og einnig að skoða hvernig það upplifir þá þjónustu sem boðið er uppá inn á heimilum þeirra í formi frekari liðveislu. Könnunin var unnin útfrá aðferðum eigindlegra rannsókna. Gagna var aflað með því að taka viðtöl við tvo fatlaða einstaklinga, mann og konu. Þau hafa reynslu af ólíku búsetuformi. Þar sem bæði hafa búið á sambýli, en eru nú komin út í samfélagið. Þau stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði og búa útaf fyrir sig í leiguíbúðum og fá þjónustu heim til sín í formi frekari liðveislu.
    Niðurstöðurnar benda til þess að fatlað fólk öðlist betri lífsgæði ef það býr í íbúð frekar heldur en ef það býr á sambýli þar sem einkalíf er takmarkað og minna svigrúm er til eigin ákvarðanatöku. Sem dæmi má nefna að þau ráða lífi sínu sjálf, taka ákvarðanir um alla litlu hlutina sem þau gátu oft ekki á sambýlinu, hafa sitt einkarými og einkalíf sem var takmarkað á sambýlinu og eru bæði komin í atvinnu á almennum markaði, en það var ekki í boði þegar þau bjuggu á sambýlinu. Þátttakendur voru ánægðir með þá aðstoð sem þau fá í formi frekari liðveislu. Konan er að nýta sér þessa þjónustu til þess að fá ráðgjöf og aðstoð við að halda utan um líf sitt. Hún tekur sínar ákvarðanir sjálf og er meðvituð um sinn rétt til ákvarðanatöku. Karlmaðurinn er enn að biðja um leyfi hjá liðveitanda varðandi notkun eigin fjármuna og er eins og honum finnist það vera eðlilegt. Heilt á litið leiddi könnunin í ljós að þeim líður vel og gengur vel í því sem þau eru að taka sér fyrir hendur í lífinu í dag.

Samþykkt: 
  • 12.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í sjálfstæðri búsetu getur maður verið frjáls.pdf651.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna