ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12988

Titill

Upplifun sjómanna af fjarveru og föðurhlutverki

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Í huga margra er sjómennskan merki um karlmennsku og mikinn auð en fáir átta sig á þeim neikvæða þætti sem sjómenn þurfa að upplifa, en það er mikil fjarvera frá fjölskyldunni. Mikið álag er á sjómönnum til að mynda vegna áhættu og álags sem fylgir því að vinna á sjó. Höfundur ákvað að gera eigindlega rannsókn með það að markmiði að skyggnast inn í heim fimm sjómanna og kynnast upplifun og reynslu þeirra af fjarverunni með tilliti til föðurhlutverksins. Tilgangur rannsóknarinnar er að vekja upp umræðu um velferð og líðan sjómanna í hlutverkum feðra og uppalenda. Tekin voru viðtöl við sjómenn sem allir áttu það sameiginlegt að vera á sjó langan tíma í senn, auk þess að vera feður ungra barna. Viðtölin voru síðan afrituð og þemagreind. Niðurstöður sýndu að viðmælendum virtist finnast það lítið mál að vera á sjó þó svo að þeir væru fjarri fjölskyldunni til lengri tíma. Þvert á móti virðast þeir meta og njóta þess tíma sem þeir fá með fjölskyldunni á milli túra. Allir viðmælendurnir höfðu reynslu af því að vinna í landi og sýndu niðurstöðurnar að flestir voru sammála um að þegar þeir voru að vinna í landi sáu þeir börnin sín minna en þeir gera nú.

Athugasemdir

Lokaverkefni til BA-prófs

Samþykkt
12.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA-ritgerð_Dagný.pdf447KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna