is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12992

Titill: 
  • Kvíði barna
  • Kvíði barna : upplýsingar fyrir foreldra og aðstandendur barna með kvíða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er lokaverkefni til BA prófs í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands vorið 2012. Verkefnið fjallar um kvíða barna og samanstendur af greinargerð og bækling.
    Í greinargerðinni er byrjað á því að fjalla almennt um kvíða og einnig eru kvíðaraskanir skilgreindar og fjallað um einkenni þeirra hjá börnum. Einnig er fjallað lítillega um tölfræði og kynjamun barna á Íslandi sem þjást af kvíðaröskunum. Við tókum saman helstu orsakir kvíða og helstu úrræði bæði fyrir börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Afleiðingar kvíða geta verið miklar og fjöllum við um þær ásamt forvörnum. Við skoðum einnig hvaða rétt börn með kvíðaraskanir hafa í skólum og hvaða reglur gilda um þau málefni. Í lokin tókum við svo saman góð ráð fyrir foreldra og forráðamenn barna með kvíðaraskanir. Helstu niðurstöðurnar okkar voru þær að það er mikilvægt að bregðast sem fyrst við kvíða hjá börnum. Um leið og einkenni láta á sér bera er um að gera fyrir foreldra og forráðamenn að hafa varann á sér og fylgjast vel með börnum sínum. Mikilvægt er að ræða við börnin um líðan þeirra og reyna að fá þau til að tjá tilfinningar sínar og segja frá hvað sé að gerast í lífi þeirra. Kröfur á börnin mega ekki vera of miklar heldur þarf hafa þær í meðallagi svo börnin fari ekki að hafa áhyggjur af því að standast ekki væntingar annarra í kringum sig.
    Bæklingurinn er ætlaður fyrir foreldra og aðstandendur barna með kvíða. Hann er hugsaður til að auka skilning foreldra og aðstandenda á hugtakinu kvíði, hver einkennin eru, hvaða kvíðaraskanir eru algengastar hjá börnum og hvert hægt sé að leyta eftir aðstoð við kvíða. Kvíði getur haft slæm áhrif á börn og fjölskyldur þeirra. Mörg börn þjást af kvíðaröskunum en hafa jafnvel ekki fengið greiningu á sínu vandamáli. Góður skilningur á kvíða getur leitt til áhrifaríkrar leiðar hvað varðar úrlausnir fyrir börn. Því fyrr sem tekið er á kvíða því auðveldara verður að koma í veg fyrir meiri kvíða seinna meir og slæmar afleiðingar. Meginmarkmið með gerð bæklingsins er að hafa grunnupplýsingar um kvíða barna og meðferðarúrræði á einum stað þannig að foreldrar og aðstandendur geti leitað auðveldlega leitað eftir upplýsingum. Í bæklingnum er einnig vitnað í greinargerðina okkar þar sem fólk getur fengið mun ítarlegri upplýsingar um allt sem tengist kvíða barna.

Athugasemdir: 
  • Lokaverkefni til B.A.- prófs
Samþykkt: 
  • 12.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð- Erla og Una.pdf493.38 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Bæklingur- Erla og Una.pdf633.32 kBOpinnBæklingurPDFSkoða/Opna