ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13009

Titill

Breyttust fjölmiðlar eftir hrun? Umfjöllun prentmiðla um fjármálastofnanir

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Viðfangsefni þessarar rannsóknar og ritgerðar er að kanna hvort áherslur og vinnubrögð prentmiðla í umfjöllun um fjármálastofnanir hafi breyst frá árunum 2006 til 2008 eða fyrir hrun fjármálakerfisins á Íslandi í samanburði við árið 2011. Megintilgátan var að ritstjórnir stærstu prentmiðla á Íslandi myndu gefa fréttum, greinum og fréttaskýringum þar sem nýju bankarnir þrír koma við sögu meira vægi á árinu 2011 heldur en var gert á árunum 2006-2008.
Innihaldsgreiningu var beitt á slembiúrtak frétta frá árinu 2011 þar sem minnst var á nýju bankana þrjá, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka og var úrtakið 211 fréttir. Skoðuð var staðsetning frétta í prentmiðlunum og tegund og gæði umfjöllunar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ritstjórnir prentmiðla hafi gefið þessum fréttaflokki meira vægi á árinu 2011 heldur en á árunum 2006-2008 þar sem þess konar fréttir birtast hlutfallslega oftar á forsíðum og eru burðarfréttir á innsíðum. Sjálfstæð efnisöflun og greinandi umfjöllun hefur einnig aukist hlutfallslega milli tímabilanna sem borin voru saman. Niðurstöðurnar benda til þess að vinnubrögð prentmiðla hafi tekið jákvæðum breytingum eftir hrun íslenska fjármálakerfisins árið 2008.

Athugasemdir

Geisladiskur fylgir prentaða eintakinu sem varðveitt er í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni

Samþykkt
13.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
María Elísabet.pdf1,52MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna