is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13013

Titill: 
  • Titill er á spænsku Personajes femeninos de Rómulo Gallegos: Análisis de las protagonistas de Doña Bárbara y La Trepadora y su correspondencia con la realidad de la mujer venezolana de la época que representan.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rómulo Gallegos var mikilvægur verðlaunahöfundur frá Venesúela frá fyrripart tuttugustu aldar, sem náði alþjóðlegri frægð, sérstaklega þó fyrir skáldögu sína Doña Barbara frá 1929, þar sem aðalsögupersónan er kona. En fyrir velgengni þeirrar skálsögu hafði rithöfundurinn skapað aðra sögupersónu af svipuðum verðleikum, þó í öðru samhengi. Nafn hennar var Victoria Guanipa og var hún aðal kvenpersónan í skáldsögunni La Trepadora sem kom út árið 1925.
    Það er merkilegt að í landi í rómönsku Ameríku, og mjög karllægum menningarheimi, á tíma þar sem karlmenn réðu ríkjum, hafi Rómulo Gallegos valið að hafa tvær aðalpersónur sagna sinna konur.
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar verður byggð á greiningu á þessum persónum, til þess að reyna að fá úr því skorið hvort þær eigi sér samsvörun í raunverulegum lýsingum á kvenfólki frá þessum tíma. Eða hvort höfundurinn er aðeins að skapa kvenkyns staðalmyndir sem eru ekki í samræmi við raunveruleika þess tíma.
    Til þess að framkvæma þessa greiningu mun stutt æviágrip höfundar fylgja og lýsing á stefnum og bókmenntahefð þessa tímabils kynnt. Einnig verður sögulegum, félagslegum og menningarlegum aðstæðum í Venesúela lýst, sér í lagi þó þær sem snúa að lífi kvenna á síðari hluta nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu.
    Því næst verða persónur Victoria Guanipa og Doña Barbara greindar og þær bornar saman við persónueinkenni þessara kvenna í Venesúela. En einnig verða þær bornar saman við helstu kvenkyns staðalmyndir bókmenntanna til að ákveða hvort höfundurinn endurspeglar félagslegann veruleika kvenfólks í verkum sínum.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAThesis_Karina_G_Bolivar_S.pdf531.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna