is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13019

Titill: 
  • „Langar þig að fara að vinna eftir sumarfrí?“ Náms- og starfsráðgjöf við starfslok
  • Titill er á ensku „Who wants to work after summerholiday?“
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá innsýn í aðstæður og reynslu einstaklinga við starfslok. Lögð var áhersla á að skoða með hvaða hætti þeir ljúka störfum og hvernig þeir undirbúa starfslokin. Tekin voru opin viðtöl við sex einstaklinga. Niðurstöðurnar sýna að þeir tóku virkan þátt í atvinnulífinu og fóru að hugsa um starfslokin 5-8 árum áður en þeir hættu störfum. Ákvörðun þátttakanda um það hvernig þeir haga starfslokum sínum fer eftir aðstæðum og undirbúningi hvers og eins, en undirbúningurinn er mismikill. Niðurstöðurnar benda til að undirbúningur hafi áhrif á aðlögun starfsloka. Samskipti við fjölskyldu eru yfirleitt mikil eftir starfslok en jafnframt minnka samskipti við vini og fyrrverandi starfsfélaga. Þátttakendur sakna fremur félagsskapar við starfsfélaga en vinnunnar sjálfrar. Einnig upplifa þeir breytingar á lífshlutverkum, daglegum athöfnum og daglegri rútínu. Þátttakendur ræða starfslokin við sína nánustu og hafa takmarkaðar upplýsingar um þá ráðgjöf og fræðslu sem er í boði í aðdraganda starfsloka. Þeir setja þjónustu náms- og starfsráðgjafa ekki í samband við ráðgjöf við starfslok. Vonast er til að niðurstöðurnar geti nýst sem innlegg í heildræna stefnu um ævilanga náms- og starfsráðgjöf.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    The purpose of this study was to explore the experiences, antecedents, preparation and support of people in retirement. Six individuals participated. Five individuals were already retired and one of them was preparing to retire within two years. The results show that the participants were continuously working from young age until retirement, which they began thinking about 5-8 years earlier. The decision how and when to retire was made depending on the preparation and circumstances. Results indicate that pre-retirement planning relates to retirement adjustment. After retirement family ties become more important while the relation to friends and colleagues decreases. They tended to miss the relation to colleagues more than the work itself and they experience changes in life role and daily routine. Results indicate that individuals are differently prepared for retirement and that there is a lack of support and information needed to be able to adjust more successfully to a new phase in life. Moreover, the participants have limited knowledge of what career counselors have to offer in relation to retirement. It is my hope that this study can be useful in planning comprehensive lifelong career counseling.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Náms- og starfsráðgjöf við starfslok.pdf454.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna