ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13023

Titill

Ísland í fararbroddi. Stefna Íslands í loftslagsmálum og alþjóðlegum samningaviðræðum um nýjan alþjóðlegan loftslagssamning 2007-2012

Skilað
September 2012
Útdráttur

Í ritgerðinni er leitast við að svara spurningunni hver sé stefna Íslands í loftslagsmálum og samningaviðræðum um nýjan alþjóðlegan loftslagssamning á tímabilinu 2007-2012. Þá er enn fremur leitað svara við því hvort stefnan hafi breyst og ef svo er, að greina í hverju þær breytingar eru fólgnar og hverjar eru helstu ástæður þeirra. Ritgerðin er svar við niðurstöðum rannsóknar sem Auður H. Ingólfsdóttir gerði á stefnu Íslands í alþjóðlegum samningaviðræðum á tímabilinu 1990-2005 þar sem fram kemur að áhersla hafi fremur verið lögð á sérhagsmuni en almannahagsmuni og þátttaka í samdrætti á losun fremur verið á orði en á borði. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð, orðræðugreiningu í anda franska heimspekingsins Michel Foucault sem lagði áherslu á samspil orðræðu, valds og þekkingar. Fræðilegur bakgrunnur hennar byggir á kenningum smáríkjafræða, ný-frjálslyndrar stofnanahyggju og samningatækni. Greiningin varpaði ljósi á þrjú meginstef sem móta svarið við fyrstu spurningunni - að Ísland eigi að standa við skuldbindingar sínar, að Ísland verði í fararbroddi á alþjóðavettvangi, og sérstaða Íslands. Niðurstaðan er að grundvallarstefnubreyting hafi átt sér stað í stefnumótun stjórnvalda, að áhersla sé nú lögð á almannahagsmuni fremur en sérhagsmuni en ástæða stefnubreytingarinnar er metin vera breytingar á ríkisstjórn Íslands í kjölfar kosninganna árin 2007 og 2009.

Samþykkt
13.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ísland í fararbrod... .pdf1,43MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna