is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13025

Titill: 
  • „Þú veist, maður getur allt ef maður vill það.“ Nemendur sem innritast á almenna braut í framhaldsskóla og ljúka stúdentsprófi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu nemenda sem hófu nám á almennri braut í framhaldsskóla og luku stúdentsprófi. Sjónum var beint að þeim stuðningi sem nemendur fengu í náminu, hvaða ástæður þeir telja fyrir því að þeir luku stúdentsprófi og reynslu þeirra og viðhorfi til almennu brautarinnar. Rannsóknin var unnin með eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru opin viðtöl við sjö einstaklinga vorið 2011 sem höfðu lokið stúdentsprófi eftir að hafa hafið nám á almennri braut í framhaldsskóla. Helstu niðurstöður voru þær að nemendurnir höfðu allir trú á því að þeir gætu lokið stúdentsprófi og ætluðu ekki að láta neitt stoppa sig. Þeir fengu stuðning og hvatningu við námið frá foreldrum sínum og vinum. Þeir sýndu ákveðna seiglu í gegnum námið þrátt fyrir að hafa fundið fyrir fordómum hjá sjálfum sér og öðrum nemendum gagnvart almennu brautinni. Margir glímdu við námserfiðleika en með góðum stuðningi til dæmis frá umsjónarkennara brautarinnar og námsráðgjafa náðu þeir að ljúka stúdentsprófi. Vonast er til að niðurstöðurnar gefi innsýn í hvað nýtist nemendum vel og hvað má betur fara til að styrkja nemendur sem hefja nám á almennri braut í framhaldsskólum landsins.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnur_Símonardóttir.pdf408.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna