is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13033

Titill: 
  • Brotthvarf úr framhaldsskóla : ástæður og leiðir til að draga úr brotthvarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nýlega birti OECD niðurstöður samanburðarrannsóknar á brotthvarfi en þar kom fram að brotthvarf úr framhaldsskóla er um 30% á Íslandi, sem er töluvert hærra í samanburði við önnur OECD lönd. Afleiðingar brotthvarfs er að menntunarstig þjóðarinnar lækkar og lífskjör komandi kynslóða versnar sem sýnir fram á nauðsyn þess að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskóla. Mér fannst því áhugavert að kanna hvaða aðferðir hefðu verið reyndar til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskóla, jafnframt kynnti ég mér hverjar væru helstu ástæður fyrir því að ungmenni hætta í námi. Ungmenni hætta í námi af ólíkum ástæðum en námsleiði, foreldrar og uppeldishættir hafa áhrif á brotthvarf, jafnframt persónulegir þættir eins og trú á eigin getu og skuldbinding nemenda. Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til að draga úr brotthvarfi en þær hafa aðallega beinst að þrem þáttum; að greina nemendur í brotthvarfshættu, virkja foreldra, kennara og skólayfirvöld til samstarfs og byggja upp stuðningskerfi innan skólanna. Árangur hefur verið misjafn en til að eiga möguleika á að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskóla verða aðferðirnar að vera einstaklingsmiðaðar og fjölbreyttar. Fjármagn til skólamála hefur dregist saman sem auðveldar ekki lausn þessa vandamáls en samvinna þeirra sem málið varðar er nauðsynlegur til að árangur verði sýnilegur.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brottthvarf úr framhaldsskóla.pdf477.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna