is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13040

Titill: 
  • Gildi ferfætlinga í starfi með börnum með sérþarfir : meðferð og virkni með hjálp dýra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að gera fræðilega samantekt á rannsóknum sem fjalla um gildi nýrra meðferðarforma, meðferð með dýrum (e. Animal-Assisted Therapy) og virkni með dýrum (e. Animal-Assisted Activity) og kanna hvort að aðferðirnar hafi skilað árangri í starfi með börnum og ungmennum með sérþarfir. Einnig var tilgangur að skoða hvernig þessi meðferðarform geta nýst þessum fyrrnefnda hópi barna og ungmenna, og þá hvort og hvernig er hægt að bæta félags- og samskiptahæfni barna með þessum meðferðarúrræðum. Það eru til margskonar meðferðarúrræði þar sem þessi meðferðarform eru nýtt með mismunandi hætti, í því samhengi er mikilvægt að fara rétt að og huga að velferð allra sem koma við sögu, þar með talið dýranna. Ef farið er rétt að er möguleiki á því að hægt sé að auka samhygð, sjálfstraust, sjálfsvirðingu, ábyrgðarkennd barna og ungmenna ásamt því að möguleiki er á því að bæta samskiptastíl þeirra. Af niðurstöðum má álykta að meðferð með dýrum og virkni með dýrum geta haft tiltekinn ávinning í för með sér fyrir börn og ungmenni með tilfinningar- og hegðunarvandkvæði, sem og ýmsar sérþarfir. Börn sem eiga það til að draga sig í hlé og börn sem hafa þörf á því að efld sé félags- og samskiptahæfni þeirra geta mögulega notið góðs af þessum meðferðarleiðum. Rannsóknir á reiðþjálfunar meðferðarúrræðum sýna fram á áhugaverðar niðurstöður fyrir börn með líkamlegar fatlanir. Hins vegar er almennt þörf á frekari rannsóknum á þessum meðferðarleiðum. Síðast en ekki síst er mikilvægt að hafa í huga að meðferð með dýrum og virkni með dýrum henta ekki hvaða barni sem er alveg eins og það hentar ekki hvaða dýri sem er.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritg_KAPA_Rut Kaliebsdóttir.pdf58.17 kBLokaður til...25.02.2132ForsíðaPDF
BAritg_Rut Kaliebsdóttir.pdf358.61 kBLokaður til...25.02.2132HeildartextiPDF

Athugsemd: Lokaður aðgangur. Aðgangur að skrám er ekki leyfð og á aldrei að vera leyfð. Óheimilt að prenta gögn. Óheimilt að afrita gögn. Óheimilt að birta verkefnið og/eða hluta úr því í útgefnum verkum eða fjölfalda það til dreifingar án leyfis höfundar eða eftirlifandi aðstandenda.