ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13047

Titill

Börn, offita og matarfíkn : forvarnir og úrræði á Íslandi

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Í þessari rannsóknarritgerð er leitast við að svara því hvort tekið sé tillit til matarfíknar í baráttunni gegn offitu hjá börnum á Íslandi, og ef ekki, hvort það ætti að vera gert. Offita er vaxandi vandamál í heiminum í dag. Aukinni líkamsþyngd fylgir aukin hætta á sjúkdómum líkt og áunninni sykursýki og hjartasjúkdómum en einnig aukin hætta á þunglyndi og félagslegri einangrun. Matarfíkn er í dag ekki viðurkennd sem röskun eða sjúkdómur af þeim alþjóðlegu stöðlum sem Ísland fylgir. Fjöldi rannsókna hefur þó sýnt fram á að matarfíkn sé raunveruleg og ætti að eiga heima innan þessara staðla. Í þeim forvarnaverkefnum sem beinast gegn offitu hjá börnum á Íslandi er áhersla lögð á aukna hreyfingu og hollari matarvenjur. Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins býður upp á úrræði fyrir of feit börn en þar er auk áherslu á heilsueflingu stuðst við hugræna atferlismeðferð. Það bendir til meðvitundar um möguleika á matarfíkn hjá börnum þó að hún sé aldrei nefnd sem slík. Niðurstaðan er því sú að ekki er í dag tekið tillit til matarfíknar í baráttunni gegn offitu hjá börnum hér á landi. Í ljósi þeirra neikvæðu afleiðinga sem offita getur haft í för með sér ætti það þó að vera gert til að mæta þörfum sem flestra.

Samþykkt
14.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA verkefni - Kt ... .pdf731KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna