is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13048

Titill: 
  • Áföll barna og unglinga : hversu mikilvægt er að fá hjálp eftir áfall?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að fá yfirsýn yfir viðbrögð barna og ungmenna við áföllum og afleiðingar tengdum þeim. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð. Leitað var til þriggja sérfræðinga sem hafa reynslu af að vinna með börnum og ungmennum í kjölfar áfalla. Hér verður reynt að svara spurningunni: hversu mikilvægt er að fá hjálp eftir áfall?
    Rannsóknir sýna að flestir sem verða fyrir áföllum vinna úr þeim án frekari afskipta. Það er þó alltaf ákveðin prósenta sem nær ekki að finna tilfinningum sínum réttan farveg. Hér er mikilvægt að spyrja sig hverjir eru í áhættu á að þróa með sér vandkvæði tengdum áföllum. Áfallastreituröskun er ein algengasta röskun sem greinist í kjölfar áfalla og hefur víðtæk áhrif á líf viðkomandi aðila. Því var lengi haldið fram að áfallastreituröskun væru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum en nú hafa menn beint sjónum að því að áfallastreituröskun sé óeðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Það hefur á síðustu árum orðið gríðarlega vitundarvakning á mikilvægi þess að fólk fái aðstoð við að vinna úr þeim áföllum sem það verður fyrir og að unnið sé heildstætt með manneskjuna. Seigla ungmenna sem og stuðningur ættingja og vina eru þeir þættir sem taldir eru hvað mikilvægastir varðandi úrvinnslu eftir áföll. Viðurkenna þarf vandann og vera opinn fyrir hugsanlegum afleiðingum. Þá hafa margar rannsóknir gefið sterklega til kynna að áfallastreituröskun og lélegri líkamleg heilsa tengjast mjög sterkum böndum, andleg heilsa er þannig talin líkamleg.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak - 30.04.2012 pdf.pdf347.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna