is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13053

Titill: 
  • Sameining embættis ríkisskattstjóra og skattstofa landsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um aðdraganda sameiningar í stjórnsýslu skattamála á Íslandi. Skattstofur landsins voru sameinaðar embætti ríkisskattstjóra og landið gert að einu skattumdæmi þann 1. janúar 2010. Skoðað verður hvernig hið opinbera mótaði nýja stefnu um stjórnsýslu skattamála og kom henni í framkvæmd. Leitast verður við að varpa ljósi á hvaðan hugmyndir að sameiningunni komu, hvernig þær komust á dagskrá og hvað varð til þess að umfangsmiklar breytingar gengu í gegn á þessum tíma.
    Rannsóknarspurningin sem lögð er hér til grundvallar er: Hvað getur skýrt að hægt var að sameina embætti ríkisskattstjóra og skattstofur landsins árið 2010 en ekki fyrr?
    Í framhaldinu verður skoðað hvaða aðferðum var beitt við sameininguna og hvaða áhrifaþættir stuðla að farsælli sameiningu stofnana sem veita mikilvæga opinbera þjónustu. Beitt var tilviksgreiningu með eigindlegri aðferðafræði og rætt við aðila sem tóku þátt í stefnumótunarferlinu og undirbúningi þess, auk þess sem skoðuð voru skrifleg gögn sem tengdust rannsóknarefni ritgerðarinnar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að efnahagskreppan skapaði færi til endurskipulagningar og endurskoðunar á ríkjandi fyrirkomulagi. Þegar skattkerfið fékk á sig mikla hagræðingarkröfu voru til staðar tillögur í stjórnsýslunni, sem féllu að stefnu stjórnvalda og aðstæðum í því landi sem efnahagshrunið hafði kollvarpað.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper deals with the setting of a tax administration merger in Iceland. The country’s tax commissioners were merged with the Director of Internal Revenue and the country became one tax district on 1 January 2010. The focus will be on how the government formulated and executed a new policy for tax administration. An attempt will be made to shed light on the initiatives to the merger, how they got on the agenda and what led to the sweeping changes that bore fruit at the time.
    The research question presented is: What can explain that it was possible to merge The Director of Internal Revenue with the country’s tax commissioners in 2010 and not earlier?
    Subsequently, the paper will analyze the methods applied to the merger and which factors contribute to the successful merger of agencies that provide vital public services. The method applied was case analysis with qualitative methodology and discussed with the parties involved in the planning process and preparation, as well as surveying the written material related to the research papers thesis.
    Results of the study were that the economic crisis created an opportunity to restructure and review of the current arrangements. When the tax system was hit with vast efficiency claims, proposals were already on the table within the public administration, which sided with the government policy and the situation in the country which the economic crisis had brought down.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13053


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Guðmundsdóttir.pdf800.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna