is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13059

Titill: 
  • Heimanám grunnskólabarna á yngsta stigi : aðstoð foreldra við heimanám barna sinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi er unnin til B.Ed.-gráðu við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er mikilvægi foreldrahlutverksins fyrir skólagöngu barna sinna og þá sérstaklega aðstoð við heimanám þeirra.
    Ritgerðin er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að svara rannsóknarspurningunni sem er á þessa leið: Eru meiri líkur á betri námsárangri grunnskólabarna, á yngsta stigi, ef þau fá aðstoð frá foreldrum sínum við heimanámið? Hins vegar er um að ræða ráðleggingar til foreldra um hvernig þeir geta, eftir óhefðbundnum leiðum, kennt börnum sínum beint og óbeint stærðfræði og lestur með því að nýta sér nærumhverfið og daglegar athafnir.
    Helstu hugtök sem fram koma í ritgerðinni eru eftirfarandi: heimanám, skólaforeldrar, stærðfræði, lestur, félagsmótunaráhrif foreldra og skóla ásamt námsþroska barna. Í ritgerðinni er fjallað um mikilvægi foreldrasamstarfs við skóla og færð eru rök fyrir því að kennsla í stærðfræði og lestri séu mikilvægustu fögin við upphaf skólagöngunnar.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að aðstoð foreldra við heimanám skiptir miklu máli fyrir eðlilegan og góðan námsárangur barna en hins vegar er stór hluti barna sem fær enga aðstoð við heimanám sitt og spila þar meðal annars inn félagslegir og efnahagslegir þættir heimilanna. Rannsóknir hafa einnig sýnt að stelpur fá oftar aðstoð við heimanám en strákar. Ávinningur af góðu starfi skóla og foreldra er betri námsárangur og betri líðan nemenda.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERKEFNIÐ (8.maí).pdf751.39 kBLokaður til...01.12.2060HeildartextiPDF