ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1306

Titill

Áhrif samkeppnislaga á líkamsræktarstöðvar

Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknarritgerðar er að skoða samkeppnisumhverfi líkamsræktarstöðva og kanna hvaða áhrif samkeppnislög hafa á samkeppnishæfni einkarekinna líkamsræktarstöðva. Tilgangurinn með þessu er að skoða hvort misræmi sé á samkeppnisaðstöðu líkamsræktarstöðva sem lögin taka ekki á.
Í verkefninu er fjallað um samkeppnislög og samkeppnisumhverfi líkamsræktarstöðva. Gerð var tilvikarannsókn og kærumál skoðuð sem farið hafa til úrskurðar samkeppnisyfirvalda. Kafað var nokkuð djúpt í málin.
Einnig var gerð rannsókn á samkeppnisumhverfi og samkeppnislögum líkamsræktarstöðva sem byggðist á megindlegri rannsóknarhefð. Sendir voru út rafrænir spurningalistar til 26 líkamsræktarstöðva víða á landinu. Úrtakið var öll heildin. Kannað var hvaða augum framkvæmdarstjórar líkamsræktarstöðva líta á samkeppnislögin og samkeppnisumhverfi sitt. Hvað þeir telja vera markhóp sinn og hvernig viðhorf þeirra er til Samkeppniseftirlitsins.
Helstu niðurstöður eftir að hafa skoðað umhverfi líkamsræktarstöðva eru, að skilgreina þarf hinn efnislega markað betur. Samkeppnisstofnun er ekki vinsæl í augum framkvæmdastjóra líkamsræktarstöðva. Þeir eru óhressir með samkeppnislögin og hvernig þeim er framfylgt. Þeim fannst lögin alls ekki styðja við reksturinn hjá sér.
Lokaniðurstaða; einkareknar líkamsræktarstöðvar og líkamsræktarstöðvar reknar af sveitafélögum búa ekki við sömu samkeppnisskilyrði né keppa eftir sömu leikreglum.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2006


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
likamsraekt.pdf608KBLokaður Líkamsrækt - heild PDF  
likamsraekt_e.pdf87,0KBOpinn Líkamsrækt - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
likamsraekt_h.pdf164KBOpinn Líkamsrækt - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
likamsraekt_u.pdf78,1KBOpinn Líkamsrækt - útdráttur PDF Skoða/Opna