is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13074

Titill: 
  • Einelti og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri en með henni leitast höfundar við að svara rannsóknarspurningunni: „Hvernig er best að haga samskiptum kennara við foreldra gerenda eineltis?“ Ritgerðin skiptist í tvennt þar sem fyrri hlutinn er fræðileg umfjöllun um einelti, kennara og foreldrasamstarf og seinni hlutinn fjallar um rýnihópaviðtöl sem tekin voru við fimm starfandi kennara í tveimur skólum í einu af stærri sveitarfélögum hérlendis og skal því tekið tillit til þess hversu úrtakið var lítið. Engu að síður gáfu viðtölin mikilvægar og áhugaverðar upplýsingar er varða samskipti þessara kennara við foreldra gerenda og sýndu fram á að kennararnir nýttu sér allir svipaðar eða sömu lausnir til að vinna á eineltismálum. Kennararnir nefndu allir hversu nauðsynlegt væri að vera með gott bakland hvað varðar einelti og að vera vel undirbúnir fyrir fundi með foreldrum gerenda eineltis. Það mætti gera með því að safna saman þeim gögnum sem málið snerta og leita sér aðstoðar og stuðnings ef þannig bæri undir.
    Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur fylgt manninum lengi og teygir anga sína víða en í ritgerð þessari verður rætt um einelti frá sjónarhóli grunnskólasamfélagsins. Erfitt getur reynst að vinna á eða gegn einelti og fellur sú vinna að miklu leyti á herðar kennara. Þeir kennarar sem tekin voru viðtöl við lögðu áherslu á þá staðreynd að eineltismál væru jafnmisjöfn og þau eru mörg og að oft gleymdist að jafnt gerendur sem þolendur eru skjólstæðingar kennarans og að skylda þeirra sé að bera hag beggja fyrir brjósti. Því er mikilvægt að skoða hvernig best megi haga samskiptum kennara við foreldra gerenda til að hægt sé að leysa úr eineltismálum sem koma upp innan grunnskólasamfélagsins á öruggan og skjótan máta.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.8.2018.
Samþykkt: 
  • 17.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einelti og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis.pdf640.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna