is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13081

Titill: 
  • Áhrif samvinnunáms í stærðfræði á námsárangur og viðhorf nemenda : samanburðarrannsókn gerð í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn sem gerð var í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu var sjónum beint að samvinnunámi nemenda í stærðfræði annars vegar og viðhorfum nemenda til stærðfræði hins vegar. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða hvort það breytti einhverju um námsárangur í stærðfræði ef nemendur undirbúa sig saman í tiltölulega litlum hópum fyrir próf og leysa síðan prófið saman sem einn maður. Lögð voru fyrir báða hópana fjögur kaflapróf. Báðir hóparnir tóku síðan lokapróf en þar var engin samvinna leyfð.
    Þátttakendur voru nemendur rannsakanda haustið 2011. Aðferðum samanburðarrannsókna var beitt og búnir voru til samanburðar- og tilraunahópur. Þó að fræði samanburðarrannsókna hafi verið höfð að leiðarljósi má segja að hluti af rannsókninni hafi verið starfendarannsókn. Öflun gagna fólst í því að leggja fyrir nemendur stöðupróf í upphafi annar, viðhorfskannanir í upphafi og lok annar og próf. Rannsakandi skrifaði auk þess í rannsóknardagbók allan tímann. Viðhorfskönnun var lögð fyrir alla nemendur í upphafi annar svo og í lokin. Yfir önnina voru prófin lögð fyrir og nemendur tilraunahópsins þurftu að svara nokkrum spurningum um hvernig þeim þótti að taka þátt í því að leysa prófin í samvinnu við aðra nemendur.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu engan afgerandi mun á námsárangri nemenda. Það kom skemmtilega á óvart að þeir nemendur sem fengu að taka þátt í leysa prófin í samvinnu voru mjög jákvæðir í garð hennar og kvíði þeirra nemenda fyrir próf minnkaði til muna.
    Öll tilbreyting í skólastarfi er til góðs og nauðsynlegt er fyrir kennara að vera í sífelldri þróun og að endurmeta kennsluhætti sína með það að markmiði að koma á móts við sem flesta nemendur. Með aukinni áherslu á samvinnu nemenda fannst mér ég greina aukinn áhuga hjá nemendum á að standa sig gagnvart hópnum og láta ekki sitt eftir liggja.

  • Útdráttur er á ensku

    The influence of cooperative learning on educational performance and students attitudes in mathematics.
    In this study conducted in a secondary school in Iceland’s capital region, the focus was both on collaborative learning of mathematics and students’ opinion of mathematics. The main objective of the study was to examine whether academic performance in math would change if students prepared for an exam in relatively small groups and then wrote the exam together as one individual. Over the course of the study the two groups took four end-of-chapter exams. The students then took a final exam where collaboration was not allowed.
    The participants were the researcher’s students from the autumn term of 2011. Both a control group and an experimental group were created in accordance with controlled trial methods. Even though controlled trial methods were followed as closely as possible, part of the study was action research. Data collection consisted of a skill assessment exam in the beginning of the semester, questionnaires to determine student´s attitude towards mathematics, and the exams. The researcher also kept a research journal for the duration of the study. Attitude questionnaires were submitted by all students in the beginning and end of the semester. When end-of-chapter exams were carried out, the students were in addition asked to answer a few questions regarding their opinion about collaboratively writing exams.
    The study’s results showed no significant difference in academic performance between the two groups. It came as a welcome surprise that the students who wrote the exams in collaboration were very positive towards collaborating as well as having their pre-exam anxiety drastically reduced.
    All diversity in education is beneficial and it is necessary for teachers to be aware of new findings and to reevaluate their teaching methods in order to suit as many students as possible. With increased emphasis on students’ collaboration the students appeared to have increased interest in living up to the group‘s overall goal and applying themselves to its achievement

Samþykkt: 
  • 17.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13081


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf914.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna