ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13092

Titill

Birtingarmynd öryggis í stefnumótun ríkja í málefnum flóttamanna og hælisleitenda. Eru flóttamenn og hælisleitendur taldir ógna öryggi á Íslandi?

Skilað
September 2012
Útdráttur

Síðan í byrjun níunda áratugarins, á friðartímum í Evrópu, hafa ný málefni tekið við af helstu ógnum á tímum Kaldastríðsins sem helstu öryggisáskoranir ríkja heims. Fólksflutningar eru eitt af þessum nýju málefnum sem álitin eru geta ógnað öryggi ríkja og almennings.
Í þessu verkefni er leitast við að varpa ljósi á hvernig öryggishugtakið hefur verið að breytast og hvernig það birtist í málefnum flóttamanna og hælisleitenda í ríkjum Evrópu. Reynt verður varpa ljósi á það hvernig öryggishugtakið birtist í stefnumótun ríkja í málefnum flóttamanna. þetta verður sérstaklega skoðað með tilliti til íslenskra aðstæðna..
Kenningar um öryggi s.s. kenningar Kaupmannahafnarskólans, gagnrýnar öryggiskenningar og hugmyndin um mannöryggi verða notaðar til að svara því hvort flóttamenn og hælisleitendur hafa verið öryggisvæddir í ríkjum Evrópu og að hvaða leyti. Kenningar Raunhyggjunnar eru aftur á móti notaðar til samanburðar um það hvernig hugtakið öryggi hefur verið að þróast.
Helstu niðurstöður verkefnisins eru að töluverð öryggisvæðing hefur átt sér stað í ríkjum Evrópu í málefnum flóttamanna og hælisleitenda. Augljósasta dæmi öryggisvæðingar í stefnumótun ríkja í málefnum flóttamanna og hælisleitenda er í landamæraeftirliti. Hins vegar telur höfundur að á Íslandi hafi ekki orðið eins mikil öryggisvæðing og flóttamenn og hælisleitendur ekki taldir eins mikil ógn og í öðrum ríkjum Evrópu.

Samþykkt
18.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaskil_MA verkef... .pdf880KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna