is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13093

Titill: 
  • "Það væri gott ef kennarinn vissi meira..." : samskipti foreldra af erlendum uppruna við skóla barna sinna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun foreldra af erlendum uppruna af samskiptum við skóla barna sinna. Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað í skólum á Íslandi og þar af leiðandi erlendum foreldrum, og samskipti þeirra og skóla hafa lítið verið rannsökuð hér á landi. Erlendar rannsóknir benda til þess að víða sé pottur brotinn á þessu sviði og því full ástæða til að rannsaka þetta nánar hér á landi.
    Rannsóknin var eigindleg og rannsóknarspurningin var: Hver er upplifun foreldra af erlendum uppruna af samskiptum við skóla barna sinna? Öflun gagna fór fram með því að taka viðtöl við sex erlenda foreldra. Útbúinn var viðtalsrammi sem notaður var í viðtölunum og við úrvinnslu gagnanna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að upplifun þessara foreldra af samskiptum við skólana er almennt jákvæð. Skólunum hefur tekist að koma á jákvæðum samskiptum við foreldrana, misskilningur er fátíður og þeir nýta skrifleg skilaboð á íslensku til að bæta íslenskukunnáttu sína. Þó mætti gera betur í að virkja foreldrana í stærri hóp. Einnig virðist skólinn ekki leggja nógu markvissa áherslu á að foreldrarnir viðhaldi móðurmáli barna sinna m.t.t. þeirra áhrifa sem það getur haft á námsgetu barnanna. Skólinn mætti einnig gefa menningarlegum bakgrunni barnanna meiri gaum þar sem nám byggir á þeirri þekkingu og reynslu sem nemendur hafa aflað sér.

Samþykkt: 
  • 18.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það væri gott ef kennarinn vissi meira.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna