is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13108

Titill: 
  • Skólasafnið frá sjónarhóli grunnskólakennara : viðtalsrannsókn ásamt vef til stuðnings starfi á vegum skólasafna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu verkefni er að bæta úr brýnni þörf á rannsóknum á starfsemi skólasafna á Íslandi og veita aðgang að kennsluverkefnum sem nýtast skólasafnskennurum í starfi.
    Mikilvægt er að velta fyrir sér hlutverki skólasafna og upplýsingavera í grunnskólum og hvert skal stefna. Jafnframt þarf að skoða mikilvægi samvinnu í öllu skólastarfi, ekki síst þegar kemur að skólasöfnum og þróunarstarfi.
    Verkefnið er tvíþætt, annars vegar rannsókn á viðhorfum og væntingum almennra grunnskólakennara til samstarfs við fagfólk á skólasöfnum og hins vegar vefur með verkefnum fyrir skólasafnskennara og viðfangsefni sem þeir koma að í skólastarfinu.
    Rannsóknin er eigindleg rannsókn byggð á viðtölum haustið 2011. Hún beinist að því að kanna þau viðhorf og þær væntingar sem almennir kennarar hafa til samstarfs við skólasafnskennara með það í huga að nýta niðurstöður til þróunar á vef. Tekin voru viðtöl við sex starfandi grunnskólakennara á öllum aldursstigum grunnskóla
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að bekkjarkennarar í grunnskólum hafa jákvætt viðhorf til skólasafnsins og sjá ávinning bæði fyrir kennara og nemendur af samstarfi þeirra á milli. Meiri áhersla er á þverfaglegt námsumhverfi í skólum þar sem fagþekking kennara fær að njóta sín og með samþættingu eru meiri líkur á að höfða til getu hvers og eins. Með aukinni samvinnu koma ólík sjónarmið og fleiri hugmyndir sem glæða kennsluna lífi og ýta undir frekari þróun.
    Þótt kennarar séu almennt jákvæðir gagnvart samvinnu við fagfólk á skólasöfnum og vilji í auknum mælum nýta sér þá möguleika sem sú samvinna skapar gera þeir sér vel grein fyrir því ástandi sem nú ríkir og hafa áhyggjur af vegferð þeirrar kennslu sem unnin hefur verið á söfnum. Þeir gera sér grein fyrir þeirri vinnu sem það kostar að skipuleggja slík verkefni og til þess að það geti orðið þá þurfi skilning og áhuga skólastjórnenda og skólayfirvalda.
    Í kaflanum um vefinn sem settur hefur verið upp á slóðinni: http://skolasafn.grunnskolar.is er fjallað um tilgang hans, uppbyggingu og inntak. Einnig er velt upp framtíðarmöguleikum og þróun hans. Markmiðið er að á næstu árum komi fleiri að umsjón vefsins og við það muni hann eflast og stækka.
    Skólasafnavefurinn er opinn öllum án endurgjalds. Hann hefur verið settur upp á skýran og aðgengilegan hátt sem auðveldar notendum að finna það sem þeir leita að. Efnið er flokkað niður eftir nokkrum þáttum. Við ákvörðun efnisþátta var byggt á reynslu rannsakanda upplýsingum frá viðmælendum.
    Kennarar eru sammála því að auka þurfi samvinnu við fagfólk á skólasöfnum og nýta betur þá þekkingu sem þar er að finna. Með jákvæðu viðhorfi og auknum skilningi skólastjórnenda er hægt að byrja smátt og þróa slíka samvinnu áfram með góðum árangri. Mestu máli skiptir að skipuleggja sig vel og að virðing og jafnræði ríki milli aðila sem vinna saman.

  • The school library from the viewpoint of primary school teachers : an interview study and a website to support school library activities
    The purpose of this paper is to add to the scarce research literature on school libraries in Iceland and to increase access to teaching materials which benefit school librarians and media specialists in their work. It is important to think about the role of school libraries and online learning centers in schools and what path to take. Also to consider the importance of cooperation in all school work, not the least when it comes to school libraries, and argue the importance of developing improved ways of learning. I will research attitude and expectations of teachers in elementary schools to cooperation with professionals at school liberaries and introduce an online learning center with projects and materials for school librarians and media specialists. This qualitative research is built on interviews conducted in the fall of 2011. Its purpose is to research attitude and expectations of elementary school teachers to cooperate with school librarians and media specialists and how to use the results to develop e-learning materials. The interviewees, total of six, are all working elementary school teachers of different class levels. The research concluded that general teachers in elementary schools have a positive attitude towards school libraries and they see a benefit for themselves and the students to cooperate. Furthermore, there is more emphasis on interdisciplinary environment in schools were subject teachers are valued, and with more integration, the chances to work at individual levels increases. Increased cooperation brings out different views and more ideas which enriches the teaching and encourages further development. Despite positive attitude from teachers towards cooperation with school librarians and media specialists and a desire to take advantage of the opportunities such cooperation creates, they realize the effect of current recession and worry about the future of any progress already made. They understand the amount of work behind organizing such tasks and for it to happen they need sympathy and interest from school authorities. In the chapter about the online learning center, http://skolasafn.grunnskolar.is I explain its purpose, structure, and content, 8 and speculate about its future and continuing development. I envision more professionals will contribute to the online learning center and that it will grow and strengthen. The online learning center, Skólasafnavefurinn, is open to everyone and free of charge. I have strained to make it accessible and user friendly, making it easy for everyone to find what they are looking for. Its content is sorted into various categories. My teaching experience and the information from the interviews I conducted helped me to decide what materials to use for the online learning center. Teachers agree on the importance of increased cooperation with professionals at school libraries and the importance to better utilize the knowledge there to be found. With positive attitude and increased understanding from school authorities it is possible to begin to develop cooperation with good results. The key to success is for all parties to be organized, come to the table as equals, and to respect each others opinions.

Athugasemdir: 
  • Verkefni þetta er lagt fram til fullnaðar meistaraprófi í náms- og kennslufræðum með áherslu á upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er 30 ECTS einingar.
Samþykkt: 
  • 18.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rosahardar.pdf3.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna