is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13109

Titill: 
  • Sem viðmót þitt á aðra áhrif hefur : umhyggja sem leiðarljós
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Starfendarannsókn þessi lýsir sjálfskoðun og áhrifum mínum á þróunarverkefni sem leikskólinn, þar sem ég starfa sem leikskólastjóri, vinnur að í samstarfi við hjúkrunar- og dvalarheimili. Markmið rannsóknarinnar var að bæta eigin fagmennsku með ígrundun þar sem ég skoða hvernig mér sem leikskólastjóra tekst til við að hafa áhrif, leiðbeina og styðja við skólastarfið. Tilgangur rannsóknarinnar var að a) bæta starfskenningu mína, b) skoða hvernig íhlutun mín í þróunarstarfinu hefur áhrif á börnin og c) skoða áhrif umhyggju í skólastarfi.
    Meginrannsóknarspurning var:
    • Hvernig getur starfendarannsókn eflt starfs¬kenningu mína?
    Eftirfarandi undirspurningar afmörkuðu viðfangsefnið enn frekar:
    • Hvers vegna vil ég hafa umhyggju sem leiðarljós í skólastarfi?
    • Hvernig birtist íhlutun mín í þróunarstarfinu?
    Til að leita svara við þessum spurningum var framkvæmd starfendarannsókn þar sem ég ígrundaði starfskenningu mína en starfskenning er í grundvallaratriðum persónubundin kenning kennara sem þróast í gegnum nám og starf (Hafdís Ingvarsdóttir, 2004).
    Auk mín og rannsóknavinar míns, sem er samnemandi minn, eru þátttakendur í þróunarverkefninu átta kennarar sem hafa farið með tuttugu og sjö börnum í skipulagðar heimsóknir á fyrrnefnt hjúkrunar- og dvalarheimili. Gögnum var safnað frá janúar 2011 til janúar 2012. Gögnin eru þrenns konar: 1) dagbók þar sem ég skrái hugsanir og reynslu sem tengjast sjálfskoðun og starfi mínu í leikskólanum, 2) opinberar fundargerðir frá fræðslunefnd og sveitastjórn þar sem fjallað er um þróunarverkefnið og 3) greinargerðir skráðar af mér og samstarfsfólki mínu í leikskólanum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að starfendarannsóknin hefur hjálpað mér að koma auga á þróun minnar eigin starfskenningar, varpað ljósi á hver áhrif mín eru á skólastarfið og gert mig meðvitaðri en áður um gildi umhyggju í menntun.
    Þróunarverkefnið hefur opnað augu mín fyrir ákveðnum atriðum í skólastarfinu og hvernig má nýta það sem í ljós kom í áframhaldandi starfi.

  • Útdráttur er á ensku

    Care as a guiding light
    In this action research I focus on a developmental project whereas a pre-school and a local nursing and residential home collaborate. I am the principal and my main goal was to analyse my professional working theory through my impact on the project and the staff.
    The aim of this study was to improve my own professionalism through reflection where I look into how I, as a principal, manage to influence, guide and support the work that is being done at the school. The purpose of this study was to a) improve my personal working theory, b) look into how my intervention in the developmental project affects the children and c) examine the influence of care on the job being done in schools.
    My main research question was:
    • How can an action research improve my professional working theory?
    The following secondary research questions narrowed the topic further:
    • Why do I want to have the concept of ‘care’ as a guiding light in the school?
    • How does my intervention into the developmental project appear in the education of the children in the kindergarten?
    To answer these questions I conducted an action research where I reflect on my professional working theory, which is a personal theory that teachers develop through studying and working (Hafdís Ingvarsdóttir, 2004).
    The participants in this study were, in addition to myself, my critical friend (who is also a fellow student) and 8 teachers who have gone with 27 children on field trips to the for mentioned nursing- and residential home. Data was collected from January 2011 to January 2012. The data consists of: 1) a diary where I record thoughts and experiences related to myself and my work in the school, 2) accounts from meetings with the education commission and local authorities where we discussed the development project and 3) statements recorded by me and my colleagues in the school.
    The conclusion of the action research helps me to identify the development of my own personal working theory, shed light on my impact on the school and made me more aware of the value of care in education.
    The developmental project has opened my eyes to certain things in work that is being done in schools as well as how one can use the conclusions of the research in the job that lies ahead.

Samþykkt: 
  • 18.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigridurBirnaBirgisdottir_MEd-Vor2012.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna