is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13114

Titill: 
  • Náttúran sem leiksvið : samþætting sköpunar, leiklistar og útináms
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Grunnþættir íslenskrar menntastefnu eru jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, læsi í víðum skilningi, heilbrigði og velferð, sköpun og menntun til sjálfbærni. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á mikilvægi þess að samþætta grunnþættina sex á heildrænan hátt í gegnum skapandi starf, leiklist og útinám. Jafnframt að undirstrika hvernig sú samþætting styður við nám og þroska nemenda þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta sín í námi á eigin forsendum.
    Sköpunargáfa er einstaklingum nauðsynleg til að mæta þeim kröfum sem hið síbreytilega nútímaþjóðfélag gerir. Samfélag byggir í hnotskurn á sveigjanlegri og skapandi hugsun, lausnaleit og fjölbreytilegum tjáningarleiðum og brýnt er að þessir þættir endurspeglist í menntakerfinu. Hugmyndir kennismiðanna Elliot Eisners, Guðmundar Finnbogasonar, Howard Gardners og John Dewey miða að því að koma megi til móts við þarfir hvers og eins með skapandi skólastarfi, fjölbreyttum kennslu- og námsmatsaðferðum og samþættingu námsgreina. Niðurstöður rannsókna samræmast kenningum þessara fræðimanna og leiða í ljós að samþætting sköpunar, leiklistar og útináms stuðlar að heildstæðu og merkingarbæru námi, jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms og eflir alhliða þroska nemenda.
    Í verkefninu er kynnt kennsluefni fyrir átta til níu ára gömul börn þar sem grunnþættirnir sex ásamt leiklist og útinámi eru hafðir að leiðarljósi. Kennsluefnið byggir á hugmyndum kennismiðanna og hefur það að markmiði að skapa svigrúm fyrir nemendur til að nema í gegnum huga og hönd. Viðfangsefni kennsluefnisins er goðsögnin um frumefnin fjögur; jörð, eld, loft og vatn.

  • Útdráttur er á ensku

    Nature as a Stage: The integration of Creativity, Drama and Outdoor Education
    The fundamental principles of Icelandic educational policy are: equal rights; democracy and human rights; literacy in the broadest sense; health and welfare; creativity; and education for sustainability. This project aims to highlight the importance of integrating these six basic components holistically through creative activities, drama and outdoor education, and to highlight how such integration supports the education and development of every student on his or her own terms.
    Creativity is essential for individuals to meet the demands made by our ever-changing contemporary society—a society that is increasingly based on more flexible and creative thinking, problem solving and multifaceted forms of expression. It is paramount that these factors are reflected in the educational system. The ideas of educators such as Elliot Eisner, Guðmundur Finnbogason, Howard Gardner and John Dewey focus on meeting the needs of each individual through creative schoolwork, diverse teaching and assessment methods and the integration of subjects. Research findings support these scholars’ theories, upholding the integration of creativity, drama and outdoor education and promoting holistic and meaningful education that is balanced between academic and practical training and which fosters the overall development of students.
    The project presents drama and outdoor education lessons for eight to nine year olds based on the six aforementioned fundamental principles of Icelandic educational policy. The lessons are based on educational theory and aim to create opportunities for students to learn through mind and body. The tasks of the lessons are the four elements: earth, fire, air and water.

Samþykkt: 
  • 19.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13114


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sara hauksdottir_natturan sem leiksvid.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna