ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13125

Titill

Tengsl búsetu við árangur í líkamsrækt

Skilað
September 2012
Útdráttur

Heilsa getur haft mismunandi þýðingu fyrir fólk og til eru ólíkar aðferðir til að bæta heilsuna. Sú skilgreining að bætt heilsa sé til þess að lengja lífaldur og minnka dánartíðni er líklegast sú algengasta. Líkamsþjálfun er ein leið til þess að bæta heilsu og ráðleggur Alþjóðaheilbrigðisstofnun að fólk stundi hreyfingu í réttu magni. Í þessari ritgerð var skoðað hvort búseta og tekjur hefðu áhrif á hversu miklum árangri þátttakendur næðu í líkamsrækt. Notast var við árangurspróf og mælingar í upphafi og lok rannsóknar. Líkamsþyngdarstuðull (BMI) var reiknaður út frá þyngd og hæð. Í ástandsprófi voru ákveðnar æfingar gerðar af fullri ákefð í stuttan tíma í upphafi rannsóknar og í lokin. Þátttakendur sem svöruðu spurningalista voru samtals 73 í upphafi rannsóknarinnar og í framhaldi tóku þátttakendur þátt í „Súperformsnámskeiði“ World Class. Eftir sex vikna námskeið voru þátttakendur aftur mældir og tóku þá aftur árangurspróf. Endanlegur þátttökufjöldi var 42 einstaklingar.
Í ljós kom að tengsl voru milli árangurs í ástandsprófi annarsvegar við tekjur og hinsvegar við búsetu. Búsetusvæðin voru 11 og skiptust eftir póstnúmerum. Aðeins fimm póstnúmer sýndu marktækni en það má að hluta til skýra með litlum þátttakendafjölda. Árangur í lækkun BMI sem telst þá vera þyngdarmissir, tengdist einnig tekjum en tengslin á milli BMI og póstnúmera voru ekki skýr.

Samþykkt
20.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BSRITGERD2012.pdf664KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna