ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13128

Titlar
  • Starfsmannaval. Ráðningarferlið með augum mannauðsstjórnunar

  • en

    Staff Recruitment. The Recruitment Process with Respect to Human Resource Management

Skilað
September 2012
Útdráttur

Starfsmannamál hafa tekið miklum breytingum, áður fyrr var litið á starfsmenn sem kostnað sem þyrfti að lágmarka og helstu verkefnin voru skrifstofuhald í kringum launa- og kjaramál starfsmanna. Aftur á móti lítur mannauðsstjórnun á starfsmenn sem auð eins og fram kemur í nafninu, samkvæmt kenningum hennar er mikilvægt að laða að rétt fólk og halda í það. Fyrirtækið öðlast ekki samkeppnisforskot með auknum eða betri tækjabúnaði heldur með stjórnun starfsmanna sem eru tryggir fyrirtækinu.
Hér á eftir verður fjallað um ráðningarferlið út frá mannuðsstjórnun. Allt frá því að myndast vöntun á starfskrafti og þar til ráðið hefur verið í starfið. Það er að mörgu að hyggja og mikilvægt er að fagmannlega sé staðið að öllu ferlinu. Fyrsta skrefið í ferlinu er starfsgreining, þar sem starfið er greint og hver eru helstu verkefnin. Því næst þarf að ákveða með hvaða hætti eigi að afla umsækjenda og meta kosti og galla hverrar aðferðar. Þegar búið er að laða að rétta fólkið þarf að ákveða hvaða aðferð eða aðferðum eigi að beita til að velja þann hæfasta úr hópnum og gæta þarf að matsvillum og sálfræðilega samningnum. Að lokum þarf að greina þeim sem ekki fengu starfið frá því.

Samþykkt
20.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaskil Birna Mar... .pdf676KBLæst til  19.9.2017 Heildartexti PDF