is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1312

Titill: 
  • Skynúrvinnsla íslenskra barna og ungmenna með Asbergers heilkenni og svipaðar raskanir á einhverfurófi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um hvað einkennir skynúrvinnslu barna og ungmenna sem greinst hafa með Aspergers heilkenni og svipaðar raskanir á einhverfurófi og skoða hvernig einkennin birtast í daglegu lífi þeirra. Matslistinn Sensory Profile fyrir unglinga og fullorðna (AASP) var notaður til gagnaöflunar, en með honum er tíðni hegðunar og viðbrögð við skynáreitum í daglegum aðstæðum metin. Jafnframt var gerður samanburður á útkomu barna í rannsóknarhópi og barna í bandarísku stöðlunarúrtaki matstækisins annars vegar og úrtaki úr íslenskri forrannsókn hins vegar. Rannsóknin náði til 30 barna og ungmenna sem fædd eru á árunum 1991-1995 og öll höfðu greiningu frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Forráðamenn barnanna voru beðnir um að fylla út AASP. Gagnaöflun fór fram í febrúar og mars 2006 og var svarhlutfall 77%. Niðurstöður voru skoðaðar með lýsandi tölfræði með hliðsjón af viðmiðum og flokkunarkerfi AASP, auk þess sem t-prófi eins úrtaks var beitt til að kanna mun á milli meðaltala heildarskora. Niðurstöður sýndu að umtalsverður hluti barna í rannsóknarhópi gefur skynáreitum minni gaum en jafnaldrar, sækir minna í skynáreiti, er næmari fyrir ýmsum skynáreitum og vísar öðrum frá eða forðast þau. Þetta bendir til þess að skynúrvinnsla barna og ungmenna með Aspergers heilkenni og svipaðar raskanir á einhverfurófi einkennist af ýktari hegðun og viðbrögðum við skynáreitum sem einkum lúta að bragði, lykt, snertingu, heyrn og virknistigi. Ennfremur sýndu niðurstöður að marktækur munur er á skynúrvinnslu barna í rannsóknarhópi samanborið við bandaríska stöðlunarúrtakið og úrtakið úr íslensku forrannsókninni. Niðurstöður gefa vísbendingar um að iðjuþjálfar og annað fagfólk þurfi að meta hvort vandi í skynúrvinnslu barna með þroskaraskanir af þessum hafi áhrif á hegðun og dagleg viðfangsefni barnanna. Með því er unnt að efla skilning fólks í umhverfi barnanna á því hvað hindrar og hvað ýtir undir færni og þátttöku í leik og starfi. Ennfremur ættu niðurstöður að nýtast til að stuðla að markvissri þjónustu fyrir þennan hóp, börnunum og fjölskyldum þeirra til hagsbóta.
    Lykilorð: Aspergers heilkenni, skynúrvinnsla, hegðun og færni

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skynurvinnsla.pdf323.5 kBOpinnSkynúrvinnsla - heildPDFSkoða/Opna
PRINT_DCF04168-gagnas_0282_001.pdf1.33 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna