is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13131

Titill: 
  • Markaðshneigð og markaðsleg færni lítilla tæknifyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Öll fyrirtæki leitast við að hámarka árangur sinn og auka forskot sitt á keppinautanna. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að með aukinni markaðshneigð og markaðslegri færni má bæta árangur fyrirtækja.
    Sjávarútvegurinn er ein af aðal atvinnugreinunum á Íslandi og hefur fjöldi fyrirtækja verið stofnuð til þess að styðja við hann. Á meðal þessara fyrirtækja eru tæknifyrirtæki sem hanna og framleiða veiðafæri, fiskvinnsluvélar, umbúðir og kælikerfi svo eitthvað sé nefnt. Flest þessara fyrirtækja eru lítil með undir 50 starfsmenn og standa nú frammi fyrir breyttum aðstæðum á heimamarkaði sem veldur því að þau þurfa að auka útflutning á vörum sínum á aðra markaði.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að komast að því hversu markaðshneigð lítil tæknifyrirtæki í sjávarútvegi eru og hversu mikilli markaðslegri færni þau búa yfir. Einnig var leitast við að finna hvort tengsl væru á milli markaðshneigðar og markaðslegrar færni annars vegar og hvort tengsl væru á milli markaðslegrar færni og árangurs hins vegar hjá þessum fyrirtækjum.
    Gerð var megindleg rannsókn þar sem þýðið var lítil tæknifyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi. Sendur var spurningalisti á þá sem báru ábyrgð á markaðstengdum ákvörðunum hjá fyrirtækjunum. Þýðið og úrtak var það sama eða 36 fyrirtæki og var svarhlutfall 88%.
    Helstu niðurstöður voru að fyrirtækin meta markaðshneigð sína nokkuð góða og þá helst hvað varðar samskipti við viðskiptavini og viðbrögð við upplýsingum. Fyrirtækin telja sig með örlítið meiri markaðslega færni heldur en keppinauta sína á öllum víddum nema á þeirri sem fjallaði um auglýsingar. Sterk jákvæð tengsl voru bæði á milli markaðshneigðar og markaðslegrar færni og markaðslegrar færni og árangurs. Það þýðir að því markaðshneigðara sem fyrirtæki er því meiri markaðslegri færni býr það yfir og því meiri markaðslegri færni sem fyrirtæki býr yfir því betri verður árangur þess.

Samþykkt: 
  • 20.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerð Eva Íris Eyjólfsdóttir.pdf848.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna