is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13138

Titill: 
  • Markaðshneigð, markaðsleg færni og árangur íslenskra frumkvöðlafyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Flest fyrirtæki hafa það að markmiði að sýna fram á góðan árangur og vera samkeppnishæf. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á fylgni milli markaðshneigðar, markaðslegrar færni og árangurs. Nýlegar rannsóknir hafa þó sýnt fram á það að markaðshneigð hafi ekki bein tengsl við árangur heldur þurfi markaðsleg færni að koma á milli. Árangurinn skapast fyrst og fremst vegna þekkingar og færni.
    Nýsköpun er talin mikilvægur þáttur fyrir efnahagslífið þar sem hún getur ýtt undir hagvöxt með framleiðsluaukningu og hagræðingu. Vöxtur frumkvöðlafyrirtækja er hraðari á Íslandi en gengur og gerist og nýsköpunarstigið er hátt.
    Tilgangur ritgerðarinnar var að kanna markaðshneigð, markaðslega færni og árangur íslenskra frumkvöðlafyrirtækja. Einnig að kanna hvort tengsl væru á milli markaðshneigðar og markaðslegrar færni og markaðslegrar færni og árangurs. Leitast var við að svara fimm rannsóknarspurningum.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem þýðið var frumkvöðlafyrirtæki á Íslandi sem höfðu verið starfrækt í a.m.k. 2 ár, með 1-50 stöðugildi. Spurningalistinn sem notaður var, var fenginn úr rannsókn Quereshi og Kratzer (2010) sem þeir lögðu fyrir lítil tæknifyrirtæki í Þýskalandi.
    Helstu niðurstöður eru að íslensk frumkvöðlafyrirtæki meta markaðshneigð, markaðslega færni og árangur nokkuð góðan. Marktæk tengsl eru á milli markaðshneigðar og markaðslegrar færni en niðurstöður sýna ekki marktæk tengsl á milli markaðslegrar færni og árangurs. Í niðurstöðum á þremur víddum markaðshneigðar er það víddin „Dreifing upplýsinga“ sem kemur sterkust út. Í tegundum markaðslegrar færni telja fumkvöðlarnir sig hafa mestu færnina í „Vöruþróun“ og „Stjórnun markaðsmála“ en ljóst er að íslenskir frumkvöðlar leggja ekki mikið upp úr færninni „Auglýsingar“ í starfsemi sinni þar sem hún sýndi lægsta meðaltalið.

Samþykkt: 
  • 20.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Líndal.pdf943.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna