is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13139

Titill: 
  • Viðbrögð háskólanema við markaðssetningu fyrirtækja á Facebook
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við Facebook hafa opnast ný tækifæri fyrir fyrirtæki til að markaðssetja sig á hagkvæman hátt. Ef rétt er að staðið er hægt að nota markaðssetningu á Facebook með góðum árangri. Með tilkomu þessa nýja tóls í markaðssamskiptum fyrirtækja hefur samskiptamarkaðsfærsla (Relationship marketing) breyst hvað það varðar að fyrirtækið hefur ekki lengur fulla stjórn á samskiptunum því viðskiptavinurinn tekur þátt í að stjórna. Facebook opnar einnig fyrir aukna möguleika til markaðssetningar með orðspori því hægt er að fá aðdáendur fyrirtækisins á Facebook til að deila upplýsingum um fyrirtækið og vörur þess á sínar Facebooksíður og náð þannig til enn fleiri. Margir eru hættir að láta hefðbundar auglýsingar hafa áhrif á sig og líta frekar til reynslu ættingja og vina þegar kemur að kaupum á vöru og þjónustu. Á Facebook er fólk ekki eins meðvitað um að verið sé að auglýsa vörur og er því ekki eins á varðbergi eins og þegar um hefðbundnar auglýsingar er að ræða.
    Rannsókn var gerð á meðal nemenda við Háskóla Íslands til að kanna Facebooknotkun þeirra og hvort þeir gerðust aðdáendur fyrirtækja eða vörumerkja á Facebook og hvað það væri sem fengi þá til að „líka við“ fyrirtæki á Facebook. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð í formi spurningalista.
    Helstu niðurstöður voru þær að mikill meirihluti háskólanema er með Facebooksíður og notar þær daglega eða oft á dag. Þátttakendur virðast ekki vera að nota Facebook í þeim tilgangi að ná tengslum við fyrirtæki en það sem þeir telja helst að hafi áhrif á að þeir gerist aðdáendur fyrirtækja er til að geta nálgast upplýsingar um vörur og þjónustu, að það hafi eitthvert skemmtanalegt gildi og að geta fengið sérstök tilboð frá fyrirtækinu. Konur virðast vera móttækilegri fyrir markaðssetningu á Facebook en karlar og ungt fólk virðist vera móttækilegra en eldra fólk.

Samþykkt: 
  • 20.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13139


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð 230275-4089.pdf728.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna