is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13143

Titill: 
  • Íslenskur upplýsinga- og fjarskiptatæknigeiri: Umfang og verðmætasköpun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mikil tölvunotkun og tölvukunnátta mælist meðal almennings á Íslandi og í ljósi þess er áhugavert að rannsaka hvort atvinnustarfsemi á því sviði sé einnig umfangsmikil hér á landi. Í rannsókninni er leitast við að ná heildstæðri mynd af upplýsinga- og fjarskiptatæknigeiranum á Íslandi. Er það gert með því að skoða þróun innan geirans síðustu ár, í samanburði við aðrar atvinnugreinar ásamt samanburði við niðurstöður erlendra rannsókna á upplýsinga- og fjarskiptatæknigeiranum.
    Skoðað er umfang atvinnugeirans á fyrirtækja- og vinnumarkaði. Vinnumarkaður upplýsinga- og fjarskiptatæknigeirans er greindur með því að skoða starfsmannafjölda, laun, atvinnuleysi og uppbyggingu geirans m.t.t. menntunar og starfsstétt starfsmanna.
    Skoðuð eru þau verðmæti, virðisauki, sem verða til innan upplýsinga- og fjarskiptatæknigeirans í fjárhæðum sem og hlutfall geirans í landsframleiðslu á árunum 1997 til ársins 2011.
    Að lokum er verðmætasköpunin sett í samhengi við umfang atvinnugreinarinnar, þ.e. verðmætasköpun á hvern starfsmann og hlutfall virðisauka af framleiðsluvirði. Með því er rannsakað hvort upplýsinga- og fjarskiptatæknigeirinn auki hagvöxt meira en aðrar greinar ef velta í geiranum eykst.
    Upplýsinga- og fjarskiptatæknigeirinn er eins og nafnið gefur til kynna samsettur úr tveimur greinum, upplýsingatækni annars vegar og fjarskiptatækni hins vegar. Við rannsóknina er leitast við að skoða atvinnugeirann í heild ásamt því að finna styrkleika og séreinkenni á hvorri grein fyrir sig.
    Rannsóknin leiðir meðal annars í ljós að geirinn er ekki nærri því jafnstór hér á landi hvað varðar umfang og verðmætasköpun, í hlutfallslegum samanburði við Bandaríkin, Danmörku, Svíþjóð og Kanada. Einnig kemur í ljós að þrátt fyrir að greinin sé hæst launaða atvinnugreinin hér á landi er hún ekki nærri því jafn hátt yfir meðallaunum á vinnumarkaði og erlendar rannsóknir á geiranum erlendis leiða í ljós. Af þessu að dæma má fullyrða að Íslendingar séu notendur fremur en framleiðendur og þjónustuaðilar á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni, og eigi geirinn því inni vöxt ef litið er til þeirrar miklu notkunar á þessari þjónustu hér á landi.

Samþykkt: 
  • 20.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð_Björn_Eyþór_-_Uppl&fjsk.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna