ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13144

Titill

Ég er enginn harðstjóri. Stjórnendaaðferðir í hóteliðnaði á Íslandi

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Hótelrekstur er skilgreind sem sértæk atvinnugrein á Íslandi og heyrir undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands. Samtök Ferðaþjónustunnar (SAF) gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna. Samtökin vinna að því að fyrirtæki búi við starfsskilyrði sem gera þau samkeppnishæf á alþjóðamarkaði og vinna að vexti og viðgangi greinarinnar með öllum tiltækum ráðum.
Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggir á kenningum innan stjórnunar- og leiðtogafræðanna. Innan fræðanna er greinamunur gerður á aðferðum karl- og kvenstjórnenda án þess að gert sé upp á milli hvort aðferðir karl- eða kvenstjórnenda séu betri. Rannsóknin fór fram með eigindlegri aðferð þar sem viðtöl voru tekin við stjórnendur á hótelum staðsettum í Reykjavík. Leitast var svara við spurningum hvort aðferðir stjórnendanna væru mismunandi og hvort að aðferðirnar samræmast því sem fræðin segja. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að munur sé á þeim aðferðum sem stjórnendur sem við var rætt beita. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að aðferðirnar samræmist að mestu leyti því sem fræðin leggja upp með.

Samþykkt
20.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Anna_Guðný_Andersen.pdf560KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna