ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13157

Titill

Umframávöxtun á norskum hlutabréfamarkaði

Skilað
September 2012
Útdráttur

Hér er gerð grein fyrir rannsókn á sambandi fyrirfram valinna áhættuþátta og ávöxtunar norskra hlutabréfa. Þeir áhættuþættir sem um ræðir eru peningamagn í umferð, vísitala iðnaðar, áhættuálag á vexti, tímaróf vaxta, vísitala neysluverðs, markaðsvísitala Noregs MSCI, gengi valinna hrávara og gengi norsku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og evru. Rannsóknin nær yfir tímabilið frá mars 2001 til janúar 2012. Rannsóknin byggist á því að flokka 25 veltuhæstu fyrirtæki norsku kauphallarinnar niður í sjö atvinnugreinar. Þá var vegin vísitala atvinnugreinanna reiknuð og metin marktæk næmni valinna áhættuþátta gagnvart arðsemi hverrar atvinnugreinar.
Aðferðafræði rannsóknarinnar byggist á Högnunarkenningunni (e. Arbitrage Pricing Theory) sem er nátengd lögmálinu um eitt verð hluta og skilvirkni hlutabréfamarkaða. Þá leyfir kenningin fleiri breytur til útskýringar á arðsemi verðbréfasafna en CAPM (e. Capital Asset Pricing Model) gerir.
Helstu niðurstöður voru þær að markaðsvísitala norsku kauphallarinnar mældist marktækust valinna skýribreyta og einnig mældist jákvæð breyting á tímarófi vaxta marktækt við 5% marktektarkröfu í nær öllum atvinnugreinum. Að auki reyndust sumir áhættuþættir marktækir í einstökum atvinnugreinum. Til að mynda mældist heimsmarkaðsverð á hráolíu marktækt við 1% marktektarkröfu í olíu- og gasiðnaði.

Samþykkt
20.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MS-Umframávöxtun-L... .pdf1,96MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna