is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13158

Titill: 
  • Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja í kjölfar kerfislægs hruns. Eru íslensk fyrirtæki sem lokið hafa fjárhagslegri endurskipulagningu of skuldsett?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er mikilvægur þáttur þegar kemur að endurreisn hagkerfis í kjölfar kerfislægs hruns. Í eðlilegu árferði geta fyrirtæki í fjárhagsvandræðum farið fram á greiðslustöðvun, leitað nauðasamninga eða lýst sig gjaldþrota, auk þess sem lánardrottnar geta gengið að veðum eða knúið fram gjaldþrotaskipti. Í kjölfar kerfislægs hruns geta þessar leiðir hins vegar orsakað vítahring gjaldþrota og aukið greiðsluvanda annarra fyrirtækja, auk þess að ýta undir atvinnuleysi. Til að koma í veg fyrir að hagkerfið festist í djúpri efnahagskreppu er því best að endurskipuleggja lífvænleg fyrirtæki með því að afskrifa skuldir og endurheimta þannig fjárhagslegt heilbrigði þeirra. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er þó virkilega vandasamt verkefni. Engar tvær kreppur eru eins og því geta mismunandi aðferðir við að leysa úr vandanum gefist misvel eftir stað og stund. Marga sameiginlega þræði má þó finna í fjármálakreppum milli landa og í gegnum tíðina og getur reynsla annarra landa sem gengið hafa í gegnum svipaðar hamfarir því nýst þegar ákveðið er hvernig endurskipulagning fyrirtækja skuli fara fram.
    Til að hægt sé að skapa aðstæður fyrir langtíma hagvöxt er mikilvægt að fyrirtæki komi með heilbrigða efnahagsreikninga út úr fjárhagslegri endurskipulagningu. Hagsmunir lántaka og kröfuhafa eru ólíkir og hætta er á því kröfuhafar skilji fyrirtæki eftir of skuldsett að lokinni endurskipulagningu þar sem skammtímahagsmunir kröfuhafa af því að fá skaða sinn bættan yfirskyggja gjarnan langtímahagsmuni af því að byggja upp viðskiptasambönd og stuðla þannig að öflugra atvinnulífi og traustari grundvelli til fyrirtækjareksturs. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort íslenskir kröfuhafar hafi fallið í þessa gildru og skilað fyrirtækjum of skuldsettum út í atvinnulífið eftir fjárhagslega endurskipulagningu. Niðurstöðurnar eru ekki sérlega hliðhollar íslenskum kröfuhöfum, því að íslensk fyrirtæki sem lokið hafa fjárhagslegri endurskipulagningu virðast mjög skuldsett í alþjóðlegum samanburði.

Styrktaraðili: 
  • Deloitte ehf.
Samþykkt: 
  • 20.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð - Lokaútgáfa.pdf1.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna