is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13160

Titill: 
  • Áhrifaþættir við krísustjórnun fyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Krísur, áföll og hörmungar geta dunið yfir fyrirtæki og stofnanir fyrirvaralaust og truflað starfsemi þeirra verulega. Hvernig skipulagsheildir takast á við krísur getur haft úrslitaáhrif á lífvænleika þeirra og því er krísustjórnun gífurlega mikilvægur stjórnunarþáttur. Í ritgerðinni er leitað svara við því hvernig ýta megi undir árangursríka krísustjórnun fyrirtækja með því að skoða hvort og hvernig þættirnir stjórnun og forysta, áætlanagerð og undirbúningur, menning, krísuteymi, samskipti og upplýsingagjöf, samstarf við hagsmunaaðila og lærdómur tengjast árangursríkri krísustjórnun. Kannað er hvað fræðin segja um þessa þætti og eru þeir einnig nýttir sem greiningarþemu í tilviksrannsókn um krísustjórnun Icelandair í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli árið 2010. Með raundæmi Icelandair er sýnt hvernig fyrrnefndir þættir birtust í krísustjórnun félagsins og þannig er dregin fram samsvörun milli fræða og raunveruleika. Niðurstöður benda til þess að allir nefndir þættir krísustjórnunar séu mikilvægir og jafnvel ómissandi í krísustjórnun og ekki er auðsótt að taka einn þátt fram yfir annan. Engu að síður er hugsanlegt að menning sé rauði þráðurinn í krísustjórnun fyrirtækja. Niðurstöðurnar geta nýst stjórnendum og fræðasamfélaginu til umhugsunar um hvernig efla megi árangursríka krísustjórnun og er framlag til aukinnnar þekkingar á krísustjórnun.

Samþykkt: 
  • 20.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13160


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Regína Ásdísardóttir.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna