ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13166

Titill

Vinnustaðamenning Landsbankans

Skilað
September 2012
Útdráttur

Þessari rannsókn var ætlað að varpa ljósi á styrkleika og veikleika vinnustaðamenningar höfuðstöðva Landsbankans ásamt því að kanna hvort munur væri á viðhorfi eftir kyni, stöðu og starfsaldri. Efni verkefnisins var fræðilegt yfirlit yfir vinnustaðamenningu og megindleg rannsókn þar sem stuðst var við rafrænan spurningalista sem kenndur er við líkan Denison (e. Denison Organizational Culture Survey). Alls tóku 269 þátt og svarhlutfall var 30,22%. Í ljós kom að Landsbankinn hefur markað skýra stefnu. Samstaða ríkir um þau markmið sem bankinn hefur sett og skilningur er til staðar á hvað þarf til svo þeim verði náð. Hins vegar virðist skorta á samhæfingu og samþættingu. Ferli virðast ekki nægilega vel skilgreind og samvinna milli ólíkra eininga innan bankans gæti gengið betur. Viðhorf starfsfólks úr ólíkum deildum eru ekki nægilega samstillt, vinnubrögð gætu verið fyrirsjáanlegri og ekki virðist auðvelt að vinna að verkefnum sem krefjast þátttöku margra ólíkra aðila. Munur var á viðhorfi eftir stöðu í upplifun á frelsi til athafna og lærdómi. Jafnframt var munur á viðhorfi eftir starfsaldri varðandi eftirfarandi atriði: áherslu á teymisvinnu, þróun mannauðs og hæfni, áherslu á þarfir viðskiptavina og framtíðarsýn. Ekki reyndist vera munur á viðhorfum eftir kyni.
Lykilhugtök: vinnustaðamenning, Denison-líkanið, Landsbankinn hf.

Athugasemdir

Ritgerð læst í fjögur ár (til 20. október 2016) með leyfi frá kennslustjóra.

Samþykkt
20.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Vinnustadamenning_... .pdf6,67MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna