ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13170

Titill

Leiðtoginn á Landspítala - áherslur, sýn og framkvæmd. „ég þrífst á góðum starfsanda“

Skilað
September 2012
Útdráttur

Megintilgangur verkefnisins var að skoða leiðtogahætti stjórnenda á Landspítala og hvað má læra af þeim. Skoðað var hvaða aðferðum stjórnendur beita við lausn viðfangsefna á Landspítala. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð þar sem fyrirbærafræði Vancouver-skólans var lögð til grundvallar. Tekin voru viðtöl við 12 einstaklinga, yfirlækna og deildarstjóra á Landspítala. Þátttakendur, einnig nefndir meðrannsakendur, teljast til sama stjórnunarlags innan stofnunarinnar.
Í kenningum um leiðtogahætti er leitast við að útskýra hvað mótar þá. Kenningar um atferli (aðgerðaforysta / umbreytingarforysta) og umhverfi (aðstæðukenning / óvissukenning) eru þar veigamiklar. Innan annarra kenninga er sjónum beint að persónulegum þáttum leiðtogans (ósvikin forysta / kenningin um mikilmennið / eiginleikakenningin). Fjallað er um líkön og matsaðferðir (leiðtogagrindin / LPC líkan Fiedler) sem að meta styrkleika stjórnenda. Sett er fram greiningarlíkan sem notað er til að greina þá þætti sem einkenna farsæla leiðtoga.
Ljóst er að starf millistjórnenda á Landspítala er margþætt. Niðurstöður benda til þess að stjórnunarstíll þeirra sé ósvikinn en mest áhersla er lögð á mannauðsmál og fer mestur tími vinnu þeirra í samskipti við starfsmenn. Millistjórnendur Landspítala leggja mikla áherslu á þróun skipulagsheildarinnar og að leiða hana í átt að sameiginlegum markmiðum. Lögð er áhersla á ná þeim markmiðum með góðum samskiptum og að mæta þörfum starfsmanna. Leiðtogar beita þar kænsku, innsæi og ígrundun til að draga fram styrkleika skipulagsheildarinnar og draga úr veikleikum hennar.

Samþykkt
20.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Leiðtogi á Landspí... .pdf1,92MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna