is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13201

Titill: 
  • Ólínuleg hegðun járnbentrar steinsteypu. Greining á bitum með frjálsum opnum hugbúnaði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aukinn skilningur og betri greiningartækni á raunhegðun járnbentra burðareininga leiða til betri hönnunar.
    Meginmarkmið þessa verkefnis var að kanna möguleika á að nota frjálsan hugbúnað til að herma ólínulega raunhegðun einfalt undirstuddra bita úr járnbentri steinsteypu upp að broti. Aðallega var stuðst við OpenSees hugbúnaðinn sem þróaður er af Pacific Earthquake Engineering Research Center (PEER) sem hefur höfuðstöðvar við Berkeley háskóla í Kaliforníu. Önnur opin forrit voru einnig skoðuð en ekki verður nánar fjallað um þau í þessu verkefni. Til samanburðar við OpenSees var skrifað sértækt forrit, kallað M-kappa, sem getur hermt ólínulegar formbreytingar í bæði innspenntum svifbitum og einfalt undirstuddum bitum. Loks var ítarlega fjallað um notkun handreikninga til nálgunar ólínulegra formbreytinga þótt þeir séu í eðli sínu að hluta til byggðir á línulegum aðferðum.
    Stuðst var við tilraunaniðurstöður þriggja bitaprófana í verkefninu. Prófanirnar voru framkvæmdar í Toronto í Kanada árið 2003 auk bitaprófana sem gerðar voru í tilraunastofu Háskóla Íslands VR-III vorið 2011 og haustið 2012. Alls voru 16 bitar hermdir í tölvu-forritum.
    Bitarnir sem prófaðir voru í VR-III vorið 2011 sýna hegðun þar sem beygja er ráðandi þáttur en bitar sem prófaðir voru haustið 2012 sýna svörun sem er samblanda af beygju- og skúfáhrifum. Torontobitarnir hafa hins vegar hátt járnhlutfall og ólínulegar skúfform-breytingar eru ráðandi.
    Þær ólínulegu FEM einingar (e. Finite Element) sem OpenSees styðst við taka ekki tillit til ólínulegra skúfformbreytinga. Í verkefninu er fjallað um mögulegar leiðir til að betrumbæta reiknilíkön OpenSees með tilliti til þessa. Að öðru leyti gera ólínulegu FEM einingarnar úr OpenSees það sem til er ætlast og niðurstöður hermana eru ágætar þegar beygjuáhrif eru ráðandi.

Samþykkt: 
  • 27.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólínuleg_hegðun_járnbentrar_steinsteypu.pdf2.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna