ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13205

Titill

Boðunarlisti til afplánunar refsinga: orsakir, afleiðingar og úrræði

Skilað
Október 2012
Útdráttur

Verkefni þetta fjallar um boðunarlista í fangelsi, en á boðunarlistum eru allir þeir sem Fangelsismálastofnun hefur boðað til afplánunar. Til grundvallar verkefninu var boðunarlisti frá Fangelsismálastofnun frá 14.apríl 2012 notaður. Markmið verkefnisins var að greina frá tilkomu listans, ásamt því að greina frá dómþolum á listanum, hvert aðalbrot þeirra væri og refsing ásamt því að greina frá því hversu lengi þeir höfðu beðið eftir refsingu. Einnig var markmiðið að skoða viðbrögð við þessum vanda, bæði á Íslandi og í Noregi. Niðurstöður benda til þess að listinn er tilkominn vegna þyngri refsinga og þess að fleiri athæfi hafa verið gerð refsiverð hin síðari ár. Flestir dómþola á boðunarlistanum voru dæmdir til styttri dóma fyrir brot sem talin eru síður alvarleg. Algengasti biðtími dómþolanna var einn mánuður eða styttri. Til að sporna gegn vandanum hér á landi hefur verið ákveðið að fjölga fangarýmum, skilyrði fyrir afplánun með samfélagsþjónustu hafa verið rýmkuð og tekið hefur verið upp nýtt refsiúrræði, rafrænt eftirlit. Í Noregi var brugðist við á sama hátt ásamt því að tekin var upp snemmbúin reynslulausn og fleiri erlendir ríkisborgarar voru sendir til sinna heimalanda til afplánunar refsinga sinna. Ljóst er að bregðast verður við þessum vanda svo refsingar hafi þann fælingarmátt sem þær eiga að hafa.

Samþykkt
28.9.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MA verkefni-SMK.pdf1,35MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna