is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13206

Titill: 
  • Áreiðanleiki og réttmæti íslenskrar útgáfu RADS-II
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslensk þýðing á RADS-II (Reynolds Adolecent Depression Scale-II) var lögð fyrir nemendur á aldrinum 12 til 20 ára úr 11 skólum sem valdir voru af handahófi af höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Listinn samanstendur af 30 atriðum sem mynda fjóra þætti í bandarísku útgáfunni. Í íslenska úrtakinu voru einnig dregnir fjórir þættir þegar meginásaþáttagreining (principal axis factor analysis) var gerð með promax-snúningi. Þættirnir fjórir skýra samtals 49,7% af heildardreifingu atriðanna. Inntak fjögurra þátta er þó ekki nákvæmlega það sama og í Bandaríkjunum. Fylgni milli þátta var frekar há enda mæla þættirnir skyldar hugsmíðar sem líklegt er að skarist. Prófað var að skipta úrtakinu upp eftir kyni og bera saman þáttabyggingar. Eins var gert fyrir skólastig í grunnskólahópi og framhaldsskólahópi. Að lokum var þáttabygging borin saman þegar úrtaki var skipt upp eftir bæði kyni og skólastigi. Þáttabygging hélt sér ágætlega eftir kyni en verr eftir skólastigum. Þáttabygging fyrir framhaldsskóla var óstöðug en þáttabygging grunnskóla mun stöðugri og samræmdist að miklu leyti þáttabyggingu heildarúrtaks. Því væri hugsanlegt að útbúa staðlað norm fyrir bæði kyn grunnskólahóps saman en eins og staðan er núna væri óráðlegt að útbúa norm fyrir framhaldsskólahópinn. Áreiðanleiki listans var góður og samleitni- og sundurgreinandi réttmæti viðunandi. Það réttlætir notkun listans í klínísku starfi hérlendis. Framundan er gagnasöfnun á landsbyggðinni en áður en það verður gert er ráðlegt að endurskoða og lagfæra orðalag nokkurra atriða í von um að listinn muni koma betur út. Þá verður vonandi hægt að útbúa fullgild norm svo hægt verði að nota listann sem staðlað mælitæki við skimun á þunglyndiseinkennum hjá börnum og unglingum á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 1.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSverk-skemman.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna