ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13209

Titill

Hugmyndahönnun íbúðarhúsa á jarðskjálftasvæðum

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Þetta verkefni fjallar um hugmyndahönnun íbúðarhúsa á jarðskjálftasvæðum. Hugmynda-hönnun er einkum beitt á frumhönnunarstigi þegar útlit og skipulag bygginga er mótað, áður en eiginlegir útreikningar og töluleg líkanagerð hefst. Skýrt er í stuttu máli hvað er átt við með hugtakinu hugmyndahönnun. Grundvallarreglur eru lagðar varðandi fyrirkomulag og uppbyggingu burðarkerfa í byggingum og tekin dæmi um hvaða lausnir eru heppilegar og líklegar til árangurs og hvers konar útfærslur ber að forðast. Notaðar eru einfaldar teikningar og myndir til skýringa ásamt markvissum texta. Lýst er eðli og áhrifum jarðskjálfta á Íslandi, og haft að leiðarljósi það sem talið er hafa hagnýtt gildi fyrir íslenskar aðstæður og íslenska byggingarhefð. Fjallað er um undirstöður bygginga og útskýrt hvað skuli hafa í huga við hönnun þeirra. All ítarlega er gert grein fyrir því burðarvirki sem reist er á undirstöðunum, og þýðing hugtakanna samhverf, samfelld og ónæm hönnun skýrð. Enn fremur, þá er tekin fyrir hönnun eininga sem ekki teljast hluti af burðarkerfi húsa ásamt því að vikið er að hönnun lagna í húsum, sem og innréttingum og búnaði.
Að lokum er leitast við að svara spurningunum: Hvaða undirstöður eru hentugastar fyrir byggingar á jarðskjálftasvæðum? Hvort á að byggja háhýsi eða lágreist hús á jarðskjálftasvæðum Íslands? Hvenær er jarðskjálftaáraun ráðandi í hönnun íslenskra bygginga?

Samþykkt
1.10.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hugmyndahönnun íbú... .pdf3,9MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna